Bábilja um banka – eigið fé

birt 15. maí 2014

Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi á Landslögum, fjallar um eigið fé banka í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu.

„Ísland á heimsmetið í bankahruni. Allt hrundi sem hrunið gat.“ segir í upphafi greinarinnar. „Við kynntumst öllum veikleikum nútíma bankastarfsemi. Meðal annars hefur komið í ljós að eignir bankanna (lán og hlutafé) stóðu ekki undir nema tæplega helmingi af bókfærðu virði. Það ætti að segja okkur að þegar kreppir að í efnahagslífi verða miklar sveiflur, afskrifa þarf eða gefa eftir hluta af lánum. Hlutafé sem bankar eiga eða taka veði getur horfið á svipstundu.“ Í greininni er svo fjallað um tillögur og tilraunir ríkja til að setja opinberar kröfur um eiginfjárhlutfall banka. Greinina má finna á vef Viðskiptablaðsins