Brýnt að fyrirtæki hugi að upplýsingaöryggi

birt 4. maí 2016

Á föstudaginn sl. hélt Advania morgunverðarfund undir heitinu ,,Gögn eru gulls ígildi“. Tilgangur fundarins var að fjalla um verðmæti gagna og mikilvægi þess að öryggi þeirra sé tryggt í upplýsingasamfélagi nútímans. Húsfyllir var þar sem um 200 manns sóttu fundinn.

Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum, var einn fyrirlesara og fjallaði erindi hans um þær brýnu lagaskyldur sem hvíla á fyrirtækjum til að verja gögn sem innihalda persónuupplýsingar. Erindi hans var tekið upp og er að finna hér. Í kjölfar fundarins var tekið viðtal við hann og Jón Viggó Gunnarsson, yfirmann upplýsingatæknimála hjá CCP um gagnaöryggi og verndun persónuupplýsinga. Viðtalið má finna hér.
Landslög veita alhliða lögfræðiráðgjöf, m.a. um lagakröfur til upplýsingaöryggis. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).