FRÉTTIR

Landslög veita ráðgjöf vegna sölu á fasteignasafni FAST -1

birt 14. júní 2018

Þann 18. maí 2018 undirrituðu FAST-1 slhf. og Reginn hf. kaupsamning um kaup Regins hf. á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1: HTO ehf. og FAST-2 ehf.  Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Höfðatorgsturninn við Katrínartún 2, en fjárfestingareignir FAST-2 eru Skúlagata 21, ...

Íslandsbanki hafði betur í fasteignagallamáli

birt 27. mars 2018

Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í máli Golden Seafood Company ehf. gegn Íslandsbanka hf. og Jöfri ehf. Málið má rekja til deilu um galla í fasteigninni Eyrartröð 12 í Hafnarfirði. Golden Seafood Company ehf. höfðaði mál á hendur Íslandsbanka hf. og Jöfri ehf. til heimtu bóta vegna meintra galla á fasteigninni ...

Dæmdar miskabætur í landsréttarmálum

birt 19. desember 2017

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða umbjóðendum Landslaga, þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hvorum um sig samtals 700.000 kr. í miskabætur í landsréttarmálunum svonefndu. Rétturinn sýknaði íslenska ríkið af kröfu um viðurkenningu á skaðabótum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur dómum sem kveðnir voru ...

Reglur um VS-afla brjóta ekki gegn stjórnarskrá

birt 23. nóvember 2017

Í tengslum við umræðu um brottkast er vert að minnast á dóm Héraðsdóms Reykjaness frá 13. nóvember s.l. Í málinu lét Sjómannasamband Íslands reyna á það hvort reglur um svokallaðan VS-afla brytu gegn stjórnarskrárvörðum rétti sjómanna til að fá endurgjald fyrir allan afla sem kæmi að landi. ...

Sýknað í meiðyrðamáli

birt 23. nóvember 2017

Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði nýverið einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækis á Vestfjörðum af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af öðru ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu vegna umfjöllunar mbl.is um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum árið 2016. Upphaf málsins má rekja til þess að eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins og umbjóðandi Landslaga kom að ...

Landslög ráðgjafar í söluferli fasteignafélaga

birt 23. nóvember 2017

FAST-1 slhf. og Reginn hf. hafa undirritað samning um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup hins síðarnefnda á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1, þ.e. HTO ehf. og FAST-2 ehf. Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Katrínartún 2. Fjárfestingareignir FAST-2 eru Skúlagata 21, Skútuvogur 1 og Vegmúli ...

Hópmálsóknir fyrir héraðsdóm

birt 24. ágúst 2017

Með dómum Hæstaréttar Íslands í gær lagði Hæstiréttur fyrir héraðsdóm að taka til efnismeðferðar þrjár hópmálsóknir sem málsóknarfélög hluthafa í Landsbanka Íslands hf. hafa höfðað á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í stefnum málsóknarfélaganna er byggt á því að Björgólfur Thor hafi valdið félagsmönnum tjóni með saknæmum hætti. Það ...

Hópmálsóknir fyrir héraðsdóm

birt 24. ágúst 2017

Með dómum Hæstaréttar Íslands í gær lagði Hæstiréttur fyrir héraðsdóm að taka til efnismeðferðar þrjár hópmálsóknir sem málsóknarfélög hluthafa í Landsbanka Íslands hf. hafa höfðað á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni. Í stefnum málsóknarfélaganna er byggt á því að Björgólfur Thor hafi valdið félagsmönnum tjóni með saknæmum hætti. Það ...