FRÉTTIR

Þing Neytendasamtakanna

birt 29. október 2018

Dagana 27. og 28. október 2018 fór fram þing Neytendasamtakanna þar sem samtökunum var kosin ný stjórn og formaður, eftir að samtökin höfðu verið án formanns um nokkurn tíma. Leituðu Neytendasamtökin til Landslaga um aðstoð við stjórnun þingsins. Var Jóhannes Bjarni Björnsson kosinn þingforseti og stýrði þinginu ásamt varaþingforseta Merði ...

"Lifa á að safna upplýsingum um fólk" - viðtal við Hörð Helga Helgason

birt 21. september 2018

Hörður Helgi Helgason, eigandi á Landslögum, var í viðtali í kvöldfréttum sjónvarps þann 14. ágúst sl.og fjallaði þar m.a. um fréttir þess efnis að Google fylgist með ferðum notenda sinna þótt svo þeir hafi stillt tæki sín þannig að staðsetning eigi að vera falin. Fréttina má nálgast hér: http://www.ruv.is/frett/lifa-a-ad-safna-upplysingum-um-folk

Uppgjör viðskipta FAST-1 slhf. og Regins hf.

birt 21. september 2018

Þann 18. maí 2018 undirrituðu FAST-1 slhf. og Reginn hf. kaupsamning um kaup Regins hf. á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1: HTO ehf. og FAST-2 ehf.  Uppgjör viðskiptanna, greiðsla kaupverðs og afhending félaganna til Regins hf. fóru fram í dag, 21. september 2018. Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Höfðatorgsturninn ...

Landslög veita ráðgjöf vegna sölu á fasteignasafni FAST -1

birt 14. júní 2018

Þann 18. maí 2018 undirrituðu FAST-1 slhf. og Reginn hf. kaupsamning um kaup Regins hf. á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1: HTO ehf. og FAST-2 ehf.  Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Höfðatorgsturninn við Katrínartún 2, en fjárfestingareignir FAST-2 eru Skúlagata 21, ...

Íslandsbanki hafði betur í fasteignagallamáli

birt 27. mars 2018

Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í máli Golden Seafood Company ehf. gegn Íslandsbanka hf. og Jöfri ehf. Málið má rekja til deilu um galla í fasteigninni Eyrartröð 12 í Hafnarfirði. Golden Seafood Company ehf. höfðaði mál á hendur Íslandsbanka hf. og Jöfri ehf. til heimtu bóta vegna meintra galla á fasteigninni ...

Dæmdar miskabætur í landsréttarmálum

birt 19. desember 2017

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða umbjóðendum Landslaga, þeim Ástráði Haraldssyni og Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, hvorum um sig samtals 700.000 kr. í miskabætur í landsréttarmálunum svonefndu. Rétturinn sýknaði íslenska ríkið af kröfu um viðurkenningu á skaðabótum. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar í tveimur dómum sem kveðnir voru ...

Reglur um VS-afla brjóta ekki gegn stjórnarskrá

birt 23. nóvember 2017

Í tengslum við umræðu um brottkast er vert að minnast á dóm Héraðsdóms Reykjaness frá 13. nóvember s.l. Í málinu lét Sjómannasamband Íslands reyna á það hvort reglur um svokallaðan VS-afla brytu gegn stjórnarskrárvörðum rétti sjómanna til að fá endurgjald fyrir allan afla sem kæmi að landi. ...

Sýknað í meiðyrðamáli

birt 23. nóvember 2017

Héraðsdómur Vestfjarða sýknaði nýverið einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækis á Vestfjörðum af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af öðru ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu vegna umfjöllunar mbl.is um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum árið 2016. Upphaf málsins má rekja til þess að eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins og umbjóðandi Landslaga kom að ...