Hæstiréttur dæmir flugmanni slysabætur

birt 2. júní 2016

Á fimmtudaginn sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti þar sem umbjóðanda Landslaga voru dæmdar slysabætur vegna afleiðinga flugslyss sumarið 2009. Í málinu deildu aðilar um réttmæti skerðingar á bótarétti mannsins, en hann stýrði flugvélinni sem brotlenti. Vátryggingarfélagið, sem fór með slysatryggingu mannsins, bar fyrir sig að hann hefði valdið slysinu af stórkostlegu gáleysi og félaginu væri af þeirri ástæðu heimilt að skerða bætur til hans um 2/3 hluta. Flugmaðurinn taldi skerðinguna vera of mikla og höfðaði mál á hendur vátryggingarfélaginu til innheimtu fullra bóta. Í dómi Hæstaréttar var komist að þeirri niðurstöðu að réttur umbjóðanda Landslaga skyldi skertur um helming. Við mat á skerðingunni var litið heildstætt til aðstæðna allra, þ. á. m. hvernig atburðinn bar að og afleiðingar slyssins. Dóminn er að finna hér.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. flutti málið fyrir hönd tjónþola.

Landslög veita alhliða lögfræðirágjöf vegna líkamstjónamála. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).