Hæstiréttur staðfestir dóm um gildissvið slysatryggingar ökumanns

birt 3. febrúar 2015

Athyglisverður dómur um lögskýringu á slysatryggingu ökumanns samkvæmt umferðarlögum var kveðinn upp í Hæstarétti síðastliðinn fimmtudag í máli nr. 331/2014.  Lögmenn Landslaga fluttu málið fyrir vörubifreiðarstjóra sem í miklu óveðri þurfti að aka þungum fiskflutningabíl fram hjá skarði sem myndast hafði á vegi vegna vatnsrennslis yfir hann.  Við þetta gaf vegkanturinn sig undan hægra framhjóli bílsins sem í framhaldinu valt á hliðina þannig að vatn fór að streyma inn í stýrishúsið. Neyddist bílstjórinn til að hafast við í stýrishúsinu yfir nótt við mjög erfiðar aðstæður, blautur og kaldur og leiddi það til varanlegs heilsutjóns hans,  bæði líkamlegs og andlegs. Morgunblaðið greindi frá afleiðingum veðursins á sínum tíma: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1243692/

Ökumaðurinn taldi einsýnt að hann ætti rétt á greiðslu bóta úr slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. grein umferðalaga þar sem hann var við stjórn ökutækis í notkun þegar það valt á hliðina. Vátryggjandi bifreiðarinnar bar því hins vegar við að líkamstjón bílstjórans yrði hvorki rakið til slyss við stjórn bílsins né notkunar hans í merkingu 88. gr. umferðarlaga.

Hæstiréttur féllst á þá lögskýringuna sem bílstjórinn byggði á, rétt eins og Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður gert.  Skaðabótakrafan var þannig tekin til greina að fullu sem og krafa um greiðslu dráttarvaxta.

Styrmir Gunnarsson hdl. flutti málið fyrir héraðsdómi en Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. fyrir Hæstarétti. Lögmenn Landslaga eru sérhæfðir í líkamstjónsmálum og uppgjöri við tryggingarfélög. Vilji fólk kanna réttarstöðu sína er fyrsta viðtal án endugjalds. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Áslaug Árnadóttir, framkvæmdastjóri og eigandi á Landslögum (aslaug@landslog.is eða sími 520-2900).An interesting judgment determining the scope of a mandatory injury insurance for drivers was handed down in the Supreme Court on Thursday in case No. 331/2014. The driver, represented by Landslög, had had the task of driving a heavy truck carrying fish in very bad weather conditions. An accident occurred when the individual was driving the fully loaded truck in the Western Fjords in Iceland where running water had ruptured the road. When attempting to pass, the vehicle rolled over leaving the driver stuck for many hours in the driver’s cabin with ice cold water running through it – causing him both physical and mental injury.

The driver maintained he had a right to damages under the mandatory insurance policy under Art. 92 of the Iceland Traffic Act since he had been operating the vehicle when it rolled over. The insurer, on the other hand, contended that the injury did not have sufficient relation to the operation of the truck or its use under Art. 88 of the Traffic Act.

The Supreme Court accepted the driver‘s arguments in support of liability under the insurance and confirmed the Reykjavik District Court’s decision. Claims of damage were fully accepted as well as the claim for penal interests. The driver was represented in the District Court by Styrmir Gunnarsson but Vilhjalmur H. Vilhjalmsson acted as counsel before the Supreme Court.

Landslög provides legal services to individuals in all types of tort cases. A first appointment with our specialized lawyers is completely free of charge for individuals seeking information on their rights. For information on Landslög’s services to individuals please contact managing director and partner Aslaug Arnadottir through aslaug@landslog.is or by phone +354-520-2900.