Hæstaréttarlögmaður

Fæddur: 4. desember 1967.

Menntun: Cand. juris frá Háskóla Íslands 1993.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1994 og fyrir Hæstarétti 2000.

Starfsreynsla: Lögmaður hjá Landslögum frá 1993. Lausráðinn sérfræðingur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) frá 2014 í viðbragðsteymum vegna fjármálaáfalla og endurskipulagningar banka.

Önnur störf: Formaður áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá árinu 2009-2017. Formaður áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar frá árinu 2011. Varamaður í kærunefnd jafnréttismála frá 2008. Setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, s.s. Lyfju hf. frá árinu 2004-2012 (formaður 2004-2011), Portafarma hf. frá árinu 2005-2012, N1 hf. 2011-2012, Samkaup hf.  2005-20111. Ritstjóri Lögmannablaðsins 2000-2001. Í stjórn Lögmannafélags Íslands 2002-2004. Formaður starfshópa stjórnvalda um endurskoðun reglna um Kjararáð 2018 og um veiðistjórnun á makríl 2019.

Ritstörf og reynsla af kennslu: Stundakennsla við lagadeild Háskóla Íslands frá hausti 1997-2016 í leigurétti, útboðs- og verktakarétti. Umsjónarkennari í Endurmenntun HÍ frá 2015 (Mannvirkjagerð). Leiguréttur II. (Húsaleiga), útg. í Reykjavík 1999.. „Félagsform íslensku sparisjóðanna: hlutafélagavæðing og SPRON-málin”, Tímarit Lögréttu 2. hefti 2005, bls. 43-51. Viðbótarkröfur verktaka í verksamningum, ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands, Reykjavík 2005. Skaðabætur vegna brota á útboðsreglum, afmælisrit Viðars Más Matthíassonar 2014. Ýmsar greinar og fyrirlestrar um lögfræðileg málefni.

Helstu sérsvið: Málflutningur, banka- og fjármunaréttur, verktaka- og útboðsréttur, samkeppnisréttur og félagaréttur.

Tölvupóstur: jks@landslog.is