Jón Gunnar með erindi á morgunfundi Lögfræðingafélags Íslands

birt 2. febrúar 2017

Jón Gunnar Ásbjörnsson hdl., fulltrúi á Landslögum, flytur erindi á morgunfundi Lögfræðingafélags Íslands á föstudaginn næstkomandi, 3. febrúar, kl. 08.30 í kennslustofu LMFÍ að Álftamýri 9. Jón Gunnar mun fjalla um niðurstöður fræðigreinar sinnar sem birtist í nýjasta hefti Tímarits lögfræðinga og ber heitið „Sætisvikning og endurskoðun hennar“. Í greininni rannsakaði Jón Gunnar meðal annars samhljóða ákvæði a-liðar 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála og a-liðar 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála um heimild til að kæra til Hæstaréttar úrskurði héraðsdómara um að víkja sæti í máli ásamt því að leggja fram hugmyndir að breytingum á því fyrirkomulagi.

Ókeypis verður á fundinn, en auk Jóns Gunnars munu Eiríkur Jónsson, Halldóra Þorsteinsdóttir, Oddur Þorri Viðarsson og Hafsteinn Þór Hauksson flytja erindi. Skráning fer fram á vefsíðu Lögfræðingafélags Íslands.