Landslög ráðgjafar í söluferli fasteignafélaga

birt 23. nóvember 2017

FAST-1 slhf. og Reginn hf. hafa undirritað samning um einkaviðræður og helstu forsendur og skilmála kaupsamnings varðandi möguleg kaup hins síðarnefnda á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1, þ.e. HTO ehf. og FAST-2 ehf. Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Katrínartún 2. Fjárfestingareignir FAST-2 eru Skúlagata 21, Skútuvogur 1 og Vegmúli 3. Um er að ræða allt fasteignasafn FAST-1

Samningurinn felur í sér að heildarvirði eigna sé samtals 23,2 milljarðar króna, en gerður er fyrirvari um framkvæmd áreiðanleikakönnunar, samþykki Samkeppniseftirlitsins, samþykki hluthafafundar FAST-1 auk annarra skilyrða sem hefðbundin eru við viðskipti af þessum toga.

Íslandsbanki og Landslög (Viðar Lúðvíksson hrl.) veittu FAST-1 ráðgjöf í tengslum við söluferlið. Landslög veita ráðgjöf vegna viðskipta með félög. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga vegna viðskipta með fyrirtæki veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir, faglegur framkvæmdastjóri Landslaga og eigandi í síma 520-2900 eða í gegnum hildur@landslog.is.