Landslög veita ráðgjöf vegna sölu á fasteignasafni FAST -1

birt 14. júní 2018

Þann 18. maí 2018 undirrituðu FAST-1 slhf. og Reginn hf. kaupsamning um kaup Regins hf. á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1: HTO ehf. og FAST-2 ehf.  Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Höfðatorgsturninn við Katrínartún 2, en fjárfestingareignir FAST-2 eru Skúlagata 21, Skútuvogur 1 og Vegmúli 3. Um er að ræða allt fasteignasafn FAST-1.  Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar FAST-1, auk annarra hefðbundinna skilyrða.  Heildarvirði hins selda er rúmir 22,7 milljarðar króna.

Íslandsbanki og Landslög (Viðar Lúðvíksson hrl.) veittu FAST-1 ráðgjöf í tengslum við söluferlið. Landslög veita ráðgjöf um viðskipti varðandi kaup og sölu félaga og hvers kyns eigna. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga vegna viðskipta með fyrirtæki o.fl. veitir Grímur Sigurðsson, faglegur framkvæmdastjóri Landslaga og eigandi í síma 520-2900 eða í gegnum grimur@landslog.is.