Ráðstefna um upplýsingaöryggi

birt 27. janúar 2014

Á morgun verður haldin ráðstefna um upplýsingaöryggi í tilefni af alþjóðlega gagnaverndardeginum (Data Privacy Day). Á ráðstefnunni mun fagfólk í málefnum upplýsingaöryggis ræða gagnaöryggi, raunveruleg dæmi og góða starfshætti. Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli 28. janúar kl. 8:30 til 11 en nánari upplýsingar um hana má finna á vef Persónuverndar

Í umræðum um ráðstefnuna í morgunútvarpi Rásar 2 sagði Hörður Helgi Helgason hdl., settur forstjóri Persónuverndar, að almenningur ætti ekki að krefjast 100 prósent öryggis. Það væri ekki til neitt sem héti fullkomið öryggi. Fréttina og upptöku af viðtalinu má finna á vef RÚV.