Rætt við Vilhjálm H. Vilhjálmsson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins

birt 16. janúar 2016

Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er rætt við Vilhjálm H. Vilhjálmsson lögmann á Landslögum. Vilhjálmur hefur áratuga reynslu af hagsmunagæslu fyrir einstaklinga sem lent hafa í slysum. Vilhjálmur hefur orðið var við breytt hugarfar vátryggingafélaganna sem eru meira rekin sem fjármálafyrirtæki en að minna fari fyrir þeim hugs­un­ar­hætti að trygg­inga­fé­lög séu þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem taki við iðgjöld­um og greiði þau aft­ur út til þeirra sem lent hafa í slysum eða óhöppum. Vátryggingar hafa það samfélagslega hlutverk að hópur fólks greiðir iðgjöld til að verja hvert annað gegn af­leiðing­um óvæntra áfalla. Styttri útgáfu af fréttinni má sjá hér.