Skyldur fjarskiptafyrirtækja

birt 22. mars 2013

Fjarskiptafyrirtækjum ber skylda til að bregðast við rökstuddum tilkynningum notenda um að fjarskiptaleynd þeirra kunni að hafa verið rofin, samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 18. mars 2013 í máli nr. E-1774/2012. Málið er það fyrsta sinnar tegundar sem dæmt er í hérlendis.
Í málinu krafðist Síminn hf. ógildingar á ákvörðun sem Póst- og fjarskiptastofnun tók þann 15. febrúar 2012. Ákvörðunin var tvíþætt. Annars vegar var í henni komist að þeirri niðurstöðu að það að Síminn hf. skyldi ekki taka til rannsóknar ábendingu tiltekins notanda, um að starfsmaður fyrirtækisins hefði hugsanlega hlerað fjarskipti hans, fyrr en um einu ári eftir að hún barst félaginu fól í sér ámælisvert athafnaleysi, sem brjóti gegn fjarskiptalögum. Hins vegar var í ákvörðuninni mælt fyrir um að Símanum hf. hafi borið, eftir að rannsókn innan fyrirtækisins leiddi í ljós að starfsmaður fyrirtækisins hafði með ólögmætum hætti kynnt sér upplýsingar um fjarskiptanotkun notandans, að upplýsa hann um að fjarskiptaleynd hefði verið rofin gagnvart honum.
Hörður Helgi Helgason hdl. flutti málið fyrir hönd Póst- og fjarskiptastofnunar. Var stofnunin sýknuð af kröfum Símans hf. í málinu.
Dóminn má nálgast hér.

Telecommunications companies have a duty to respond to notices from users that their confidentiality of communication may have been breached, according to a verdict passed down in the District Court of Reykjavík on 18 March 2013 in Case E-1774/2012. The case is the first of its kind to be ajudicated before the Icelandic Courts.
In the case, the telecommunications company Síminn hf. demanded that a decision made by the Post- and Telecommunications Authority on 15 February 2012 be stricken down. Hörður Helgi Helgason represented the authority in the case. All claims in the case against the authority were dismissed.
The ruling is available here, in Icelandic.