Hafðu samband ef þú hefur lent í slysi

Ef þú telur að þú eigir rétt á slysabótum eða hefur spurningar um bótarétt hafðu þá samband í síma 520 2900 eða sendu póst á netfangið landslog@landslog.is þér að kostnaðarlausu.  Nýttu þér lögfræðiráðgjöf lögmanna Landslaga og athugaðu hvort þú eigir mögulegan bótarétt vegna slyss. Landslög bjóða upp á alhliða ráðgjöf um slysabætur án nokkurrar skuldbindingar.

Þú átt mögulega rétt á slysabótum vegna:

 • Umferðarslyss í rétti eða órétti, þ.m.t. bifhjólaslysa, vélsleðaslysa og fjórhjólaslysa eða slysa vegna annarra vélknúinna ökutækja
 • Vinnuslyss
 • Slyss við læknismeðferð (læknamistaka)
 • Líkamsárásar
 • Annarra slysa

Ef þú hefur lent í slysi áttu mögulega rétt á skaðabótum fyrir: 

 • Útlagðan kostnað vegna læknismeðferðar og annarrar meðferðar, t.d. sjúkraþjálfara. Ferðakostnað
 • Munatjón
 • Þjáningar
 • Vinnutap í kjölfar slyssins
 • Miska og læknisfræðilega örorku
 • Varanlega örorku og missi á framtíðarstarfsgetu

Reynsla og sérfræðiþekking í innheimtu slysabóta 

Lögmenn Landslaga veita alla þjónustu vegna innheimtu slysabóta, sjá um alla gagnaöflun og rekstur mála, allt frá frumstigi til uppgjörs slysabóta. Hæstaréttarlögmennirnir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson og Grímur Sigurðsson stýra sérhæfðri deild Landslaga sem sinnir slysa– og skaðabótamálum.  Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. hefur yfir 30 ára farsæla reynslu við innheimtu slysabóta. Hann hefur rekið fjölda slysabótamála fyrir dómstólum, þar af mörg grundvallarmál í skaðabótarétti. Að auki sinna héraðsdómslögmennirnir Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen slysamálum hjá Landslögum.  Lögmenn hjá Landslögum hafa áratuga reynslu af rekstri og uppgjörum slysa- og skaðabótamála og hafa rekið fjölda dómsmála þar sem reynt hefur á grundvallaratriði á sviði skaðabótaréttar. Reynsla lögmannanna og sérhæfing þeirra við innheimtu slysabóta er trygging fyrir þekkingu og vönduðum vinnubrögðum.

Milliliðalaus aðgangur að þínum lögmanni

Lögmenn hjá Landslögum vinna í nánu samstarfi við hinn slasaða, sem hefur frá upphafi milliliðalausan aðgang að sínum lögmanni.

Að lenda í slysi

Það verðmætasta sem við eigum er heilsa okkar. Það getur því verið mikið áfall að lenda í slysi. Hinn slasaði og aðstandendur hans hafa vitaskuld mestar áhyggjur af því hvort og hvenær hinn slasaði nær aftur fullri heilsu. Góð heilsa er hins vegar ekki eingöngu stór þáttur í því hvernig við fáum notið lífsins, heldur er heilsa okkar einnig grundvöllur þess að við getum aflað tekna. Af þeim sökum er það tvöfalt áfall að slasast, því til viðbótar áhyggjum af líkamlegum afleiðingum slyssins koma áhyggjur af fjármálum. Í kjölfar slyss missa menn í mörgum tilvikum umtalsverðar tekjur og geta lent í fjárhagslegum örðugleikum ef ekkert er að gert. Við þær aðstæður er algengt að spurningar sem þessar vakni:

 • Á ég rétt á að fá greidd laun frá vinnuveitanda mínum á meðan ég er óvinnufær og þá hversu há og hve lengi?
 • Á ég rétt til greiðslu úr lífeyrissjóði?
 • Á ég rétt til greiðslu úr slysatryggingum?
 • Á ég rétt til greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins?
 • Á ég skaðabótarétt á hendur einhverjum vegna slyssins?

Það getur verið erfitt að átta sig á hvert á að snúa sér til að fá svör við spurningum sem þessum. Bótauppgjör eru oft flókin og erfitt fyrir fólk að átta sig á hvaða kröfur er eðlilegt að setja fram, auk þess sem öflun nauðsynlegra gagna getur verið umfangsmikil og tímafrek. Það er því engin tilviljun að þeir sem lent hafa í slysum leita jafnan aðstoðar hjá lögmönnum með sérþekkingu á uppgjörum í slysamálum. Það er meira að segja svo að þeir sem greiða hinum slösuðu bætur, þ.e. einkum vátryggingafélög, mæla sérstaklega með því að þeir ráði sér lögmann með sérþekkingu á sviði slysamála til að annast rekstur mála sinna. Með því er tryggt að rekstur málsins gengur eins hratt fyrir sig og kostur er og hinn slasaði fær allar þær bætur sem hann á rétt á.

Hve langan tíma tekur rekstur slysamáls?

Rekstur slysamála tekur mislangan tíma. Það ræðst af eðli þeirra áverka sem viðkomandi hlýtur í slysinu. Lögmenn hjá Landslögum gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að mál gangi eins greiðlega fyrir sig og öruggt er.  Kostnaður við rekstur slysamáls Þegar hinn slasaði á rétt á slysabótum vegna slyss er hinum skaðabótaskylda skylt að greiða hinum slasaða kostnað hans af að ráða sér lögmann. Skjólstæðingur hjá Landslögum fær í því tilviki greiddan stærstan hluta kostnaðar vegna lögmannsþjónustunnar frá þeim sem greiðir honum slysabætur.  Ef engar bætur fást greiddar er engin þóknun greidd Landslögum. Það gildir þó ekki um mál sem nauðsynlegt er að reka fyrir dómstólum.    Að auki fær hinn slasaði yfirleitt útlagðan kostnað sinn vegna læknismeðferðar og annarrar meðferðar, t.d. sjúkraþjálfara, bættan úr hendi þess sem ábyrgð ber á slysinu, t.d. tryggingarfélögum.

Ókeypis ráðgjöf um bótarétt vegna slysa

Ef þú telur að þú eigir rétt á slysabótum eða hefur spurningar um bótarétt hafðu þá samband í síma 520 2900 eða sendu tölvupóst netfangið landslog@landslog.is og fáðu samband við lögmann þér að kostnaðarlausu.