Hæstaréttarlögmaður

Fædd: 5. júní 1970.

Menntun: Cand. juris frá Háskóla Íslands 1995. LL.M í Evrópurétti frá lagadeild Stokkhólmsháskóla 2002.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1999 og fyrir Hæstarétti 2017.

Starfsreynsla: Lögfræðingur á nefndasviði Alþingis 1995-1999. Aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands 1999-2001. Lögfræðingur hjá viðskiptaráðuneytinu frá 2002. Skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra hjá viðskiptaráðuneytinu til 2010. Lögmaður á Landslögum frá 2010.

Önnur störf: Í stjórn Samkeppniseftirlitsins frá 2007-2010. Formaður stjórnar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta 2008-2010. Formaður úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki 2010 -2011. Formaður kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa frá 2011-2012 og frá 2017. Formaður endurskoðendaráðs frá 2013. Varamaður og síðar aðalmaður í áfrýjunarnefnd neytendamála frá 2015.

Ritstörf og reynsla af kennslu: Stundakennsla í fjármunarétti og neytendarétti við Háskólann í Reykjavík frá 2007. Kauparéttur – skýringar á lögum um lausafjárkaup og lögum um neytendakaup, ásamt Stefáni Má Stefánssyni og Þorgeiri Örlygssyni, útg. 2006.

Helstu sérsvið: Málflutningur, fjármunaréttur, Evrópuréttur, félagaréttur, banka- og fjármálamarkaðsréttur, samkeppnisréttur og stjórnsýsluréttur.

Tölvupóstur: aslaug@landslog.is