Þing Neytendasamtakanna

birt 29. október 2018

Dagana 27. og 28. október 2018 fór fram þing Neytendasamtakanna þar sem samtökunum var kosin ný stjórn og formaður, eftir að samtökin höfðu verið án formanns um nokkurn tíma. Leituðu Neytendasamtökin til Landslaga um aðstoð við stjórnun þingsins. Var Jóhannes Bjarni Björnsson kosinn þingforseti og stýrði þinginu ásamt varaþingforseta Merði Árnasyni.

Landslög veita ráðgjöf á sviði félagaréttar og hafa lögmenn Landslaga víðtæka reynslu á því sviði og við stjórnun á fundum félaga s.s. aðalfundum hlutafélaga. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga vegna viðskipta með félög og fyrirtæki veitir Grímur Sigurðsson, faglegur framkvæmdastjóri Landslaga og eigandi í síma 520-2900 eða í gegnum grimur@landslog.is.