Uppgjör viðskipta FAST-1 slhf. og Regins hf.

birt 21. september 2018

Þann 18. maí 2018 undirrituðu FAST-1 slhf. og Reginn hf. kaupsamning um kaup Regins hf. á öllu hlutafé í dótturfélögum FAST-1: HTO ehf. og FAST-2 ehf.  Uppgjör viðskiptanna, greiðsla kaupverðs og afhending félaganna til Regins hf. fóru fram í dag, 21. september 2018. Fjárfestingareignir HTO eru Borgartún 8-16 og Höfðatorgsturninn við Katrínartún 2, en fjárfestingareignir FAST-2 eru Skúlagata 21, Skútuvogur 1 og Vegmúli 3.

Íslandsbanki og Landslög (Viðar Lúðvíksson hrl.) veittu FAST-1 ráðgjöf í tengslum við söluferlið. Landslög veita ráðgjöf um viðskipti varðandi kaup og sölu félaga og hvers kyns eigna. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga vegna viðskipta með fyrirtæki o.fl. veitir Grímur Sigurðsson, faglegur framkvæmdastjóri Landslaga og eigandi í síma 520-2900 eða í gegnum grimur@landslog.is.