Landslög bregðast við kórónafaraldrinum

birt 24. mars 2020

Frá og með 18. mars 2020 hafa Landslög tekið upp breytta vinnutilhögun starfsmanna sinna til að takmarka eins og kostur er hættu af smiti og dreifingu veirunnar sem veldur Covid-19. Hefur vinnustaðnum verið skipt í tvennt þannig að helmingur starfsmanna vinnur heiman frá sér annan hvern dag, á meðan hinn helmingurinn er við störf á skrifstofunni í Borgartúni 26. Þá höfum við takmarkað fundahöld eins og kostur er og tekið í staðinn upp rafræn samskipti, þ.m.t. síma- og fjarfundi. Þessar ráðstafanir eiga ekki að koma niður á gæðum þjónustu okkar og sem fyrr er alltaf hægt að ná í alla lögmenn stofunnar í gegnum símann okkar, 520 2900, eða með því að senda tölvupóst. Viðbrögð Landslaga og ráðstafanirnar eru undir stöðugri endurskoðun og kunna því að breytast án mikils fyrirvara.