Landslög eru fyrirmyndarfyrirtæki

birt 16. október 2020

Landslög eru meðal þeirra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Keldunnar og Viðskiptablaðsins til að hljóta einkunnina Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020. Á listanum eru ríflega 1.100 fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi. Í hópi meðalstórra fyrirtækja eru Landslög á meðal þeirra 25 fyrirtækja sem komast efst á lista.