Landslög ráðgjafar í hlutafjárútboði Arctic Fish

birt 16. febrúar 2021

Hlutafjárútboði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. er lokið og verða hlutabréf fyrirtækisins nú tekin til viðskipta í Euronext Growth markaðnum í Osló. Áhugi fjárfesta á útboðinu var verulegur og umframeftirspurn mikil. Því lauk útboðinu fyrr en áætlað var. Viðar Lúðvíksson, Grímur Sigurðsson og Sigurgeir Valsson, lögmenn á Landslögum, voru innlendir ráðgjafar Arctic Fish í útboðinu.