Lokið við sölu og endurleigu óvirkra farsímainnviða Sýnar hf.

birt 16. desember 2021

Eins og greint var frá hér á síðunni þann 1. apríl 2021 hafa lögmenn Landslaga veitt Sýn hf. ráðgjöf um sölu og endurleigu á óvirkum farsímainnviðum félagsins til erlenda fjárfestisins DigitalBridge Group og tengdra aðila.
Þann 14. desember sl. voru samningar um söluna undirritaðir og gengu viðskiptin þar með í gegn. Endanlegt kaupverð í viðskiptunum nemur um 6,94 milljörðum króna og nemur hagnaður Sýnar hf. af sölunni um 6,5 milljörðum króna.
Lögmennirnir Viðar Lúðvíksson og Magnús Ingvar Magnússon veittu Sýn hf. ráðgjöf við viðskiptin.