Nýr staðall um persónuvernd

birt 20. september 2021

Staðlaráð Íslands hefur gefið út þýðingu á staðlinum ÍST EN ISO/IEC 27701:2021. Staðallinn inniheldur viðbætur við öryggisstjórnunarstaðlana ÍST EN ISO/IEC 27001:2017 og ÍST EN ISO/IEC 27001:2017 sem auðvelda notendum þeirra staðla að uppfylla ákvæði nýlegrar persónuverndarlöggjafar. Þýðingin var unnin af vinnuhópi tækninefndar Fagstaðlaráðs um upplýsingatækni (FUT) um upplýsingaöryggi og persónuvernd (TN-UPV) en FUT starfar innan Staðlaráðs Íslands. Landslög voru meðal þeirra sem stóðu að þýðingunni en af hálfu stofunnar tók Hörður Helgi Helgason þátt í gerð hennar. Staðalinn má nálgast í staðlabúðinni.