Ráðuneytið snýr við ákvörðun Fiskistofu

birt 11. júní 2019

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kvað þann 11. júní 2019 upp úrskurð í máli Útgerðarfélags Reykjavíkur þar sem kærð var ákvörðun Fiskistofu að svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í 12 vikur vegna meints brottkasts. Var niðurstaða ráðuneytisins að fella úr gildi ákvörðun ráðuneytisins og heimvísa hluta þess til Fiskistofu. Grímur Sigurðsson gætti hagsmuna Útgerðarfélags Reykjavíkur í málinu.