Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Marel og Völku

birt 2. nóvember 2021

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Marel Iceland ehf. og Völku ehf. Fyrirtækin starfa bæði við framleiðslu og þjónustu búnaðar sem notaður er til matvælavinnslu. Við rannsókn málsins aflaði Samkeppniseftirlitið upplýsinga og sjónarmiða m.a. frá framkvæmdastjórn ESB, ESA og systureftirlita á Norðurlöndum. Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins var sú að samrunaaðilar myndu áfram njóta umtalsverðs samkeppnislegs aðhalds af hálfu sterkra alþjóðlegra keppinauta, auk þess sem burðugir viðskiptavinir myndu veita sameinuðu fyrirtæki aðhald. Jóna Björk Helgadóttir lögmaður gætti hagsmuna Völku ehf. í rannsókn Samkeppniseftirlitsins.

Nánari umfjöllun er að finna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 41/2021.