Skaðabótaskylda viðurkennd í refsimáli

birt 3. apríl 2020

Þann 31. mars sl. gekk dómur í Héraðsdómi Vesturlands í sakamáli sem höfðað var gegn einstaklingi sem tekið hafði bifreið ófrjálsri hendi og velt henni með þeim afleiðingum að bifreiðin var því sem næst gjörónýt eftir. Brotaþolinn í málinu, sem hafði bifreiðina á leigu, gerði kröfu um greiðslu skaðabóta vegna tjónsins. Með dómi héraðsdóms var sú skaðabótaskylda viðurkennd. Af hálfu brotaþola flutti málið Magnús Ingvar Magnússon lögmaður.