Slit á sérstakri sameign

birt 1. apríl 2022

Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður skrifaði grein í nýjasta hefti Lögmannablaðsins um slit á sérstakri sameign.

Í greininni er vikið að nýlegum álitaefnum sem upp hafa komið hvað varðar slit á sérstakri sameign með nauðungarsölu. Í greininni er bent á að hafi því landi sem leitað er nauðungarsölu á ekki verið skipt út úr öðru landi með samþykki skipulagsyfirvalda, nái nauðungarsala á hluta landsins til slita á sérstakri sameign ekki fram að ganga enda sé þar stigið inn á valdsvið skipulagsyfirvalda .

Í grein Unnar Lilju kemur fram að til að eyða óvissu og skerpa á reglum sem gilda um sameign, þ.m.t. um möguleg slit sameignar með nauðungarsölu, er tímabært að huga að endurskoðun laga á þessu sviði.