Héraðsdómslögmaður

Fæddur: 3. júní 1969.

Menntun: Cand. juris frá Háskóla Íslands 1998.

Málflutningsréttindi: Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1999.

Starfsreynsla: Lögfræðingur og síðar lögmaður hjá Dómbæ 1997-2006. Lögfræðingur kjaranefndar 1999-2000. Lögfræðingur, síðar yfirlögfræðingur Persónuverndar 2000-2002. Lögfræðilegur ráðgjafi, The Legal Farm, VT, Bandaríkjunum 2002-2006. Lögmaður hjá Lögmönnum Skólavörðustíg, síðar LM Lögmönnum 2006-2010. Lögmaður hjá Landslögum frá 2010. Settur forstjóri Persónuverndar 2013-2014. Þingkjörinn í Landsdóm frá 2017.

Önnur störf: Stjórnarmaður hjá Lagastofnun Háskóla Íslands frá 1995 til 1997. Í ritstjórn Vef-Þjóðviljans frá 1997. Stofnfélagi í Lionsklúbbnum Aski 1998. Certified Lead Auditor (BS 7799, nú ISO/IEC 27001) frá British Standards Institute 2001. Öryggisvottun RLS 2004. Stofnfélagi í öryggishóp Skýrslutæknifélags Íslands 2007 og formaður 2012 til 2017. Stjórnarmaður, Íslandsdeild Amnesty International frá 2007 til 2018, þar af formaður 2012 til 2018. Skoðunarmaður reikninga Íslensk-japanska félagsins 2008 til 2018. Stofnfélagi í tækninefnd Staðlaráðs Íslands um upplýsingaöryggi (nú, um upplýsingaöryggi og persónuvernd, TN-UPV) 2012. Formaður stýrihóps ríkisstjórnarinnar um afgerandi lagalega sérstöðu Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi frá 2015 til 2016. Meðlimur í alþjóðlegu tækninefndunum ISO/PC 317, CEN/CLC/JTC 8 og 13 frá 2018. Í nefnd um samningu heildarlaga um starfsemi stjórnmálasamtaka 2019-2021. Formaður áhugahóps Lögfræðingafélagsins um tæknirétt frá 2023.

Ritstörf og reynsla af kennslu: Fyrirlesari um persónuvernd hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands, 2000-2001 og við lagadeild Háskólans á Akureyri, 2001.

Stundakennari í Persónurétti II við lagadeild Háskóla Íslands 2001-2009 og í Einkalífs- og persónuvernd frá 2020. Stundakennari í Tölvuöryggi og dulkóðun við verkfræðideild Háskóla Íslands 2003-2004 og í Öryggi tölvukerfa við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild vorið 2020. Fyrirlesari, Practical Network and Operations Security, við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, 2008. Prófdómari í Persónurétti II, við lagadeild Háskóla Íslands, frá 2010. Hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um persónuvernd og upplýsingaöryggi hérlendis og erlendis, m.a. við Háskólann í Tartu og Oxford háskóla. Hörður hefur skrifað mikinn fjölda greina um lögfræðileg málefni, meðal annars í ritrýnd erlend tímarit, auk kafla í fræðibækur á sviði persónuverndar og upplýsingaöryggis.

Helstu sérsvið: Upplýsingatækniréttur, hugbúnaðarsamningar, hugverkaréttur, rafræn viðskipti, persónuvernd, gervigreind, rafrænar undirskriftir, rafrænir reikningar, verðbréfun, áreiðanleikakannanir.

Tölvupóstur: hhh@landslog.is