Eftirlitsgjald FME talið forgangskrafa við slit fjármálafyritækis

birt 7. febrúar 2014

Í nýlegum dómi Hæstaréttar var ráðið til lykta ágreiningi EA fjárfestingarfélags ehf. (áður MP banka) og Fjármálaeftirlitsins (FME) um hvaða rétthæð opinbert eftirlitsgjald stofnunarinnar skyldi njóta við slit fyrirtækisins. FME hafði vegna ársins 2012 lagt 11.667.000 króna gjald á EA fjárfestingarfélag ehf. á grundvelli laga nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Rétthæð gjaldsins við slitin hefur grundvallarþýðingu um hvort gjaldið fæst greitt að fullu eða aðeins hluti þess í samræmi við heimtur í búinu.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og ákvæðum um slit þeirra færi um rétthæð krafna eftir lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Opinber gjöld, sem væru lögð væru á þrotabú vegna starfsemi þeirra eftir upphaf gjaldþrotaskipta, teldust til skiptakostnaðar samkvæmt 2. tölulið 110. gr. laga nr. 21/1991. Það leiddi af  3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002 að kröfu FME, sem deilt væri um í málinu, yrði að skipa á sama hátt í réttindaröð við slit varnaraðila.

Grímur Sigurðsson, hrl. og eigandi á Landslögum, gætti hagsmuna FME í málinu. „Þessi dómur hefur að mínu mati skýrt fordæmisgildi varðandi álagningu þessa gjalds á öll fjármálafyrirtæki sem eru í slitum og ætti í flestum tilfellum að tryggja að gjaldið fáist greitt að fullu.“

Landslög veita fjölda opinberra aðila lögfræðiþjónustu og sérhæfa sig m.a. í ráðgjöf í tengslum reglur gjaldþrotaréttar og slit á fjármálafyrirtækjum.

Fyrir nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Árnadóttur, framkvæmdastjóra og eiganda á Landslögum, aslaug@landslog.is eða í síma 520-2900.In a recent case the Supreme Court resolved a dispute between EA Investment Company ltd. (EA), which was formerly known as MP bank, and the Icelandic Financial Services Authority (FSA) on how to categorize a claim based on a supervision charge in the winding-up of EA. The FSA had charged EA 11.667.000 ISK for the year of 2012 with reference to  Act No. 99/1999 on the Payment of Costs for Public Supervision of Financial Activities. The categorization of a claim defines whether it is only partly paid as a general claim or given priority and paid in full – if possible – before general claims and other less prioritized claims are paid. 

The Supreme Court reached its decision by referring to Act No. 161/2002 on Financial Undertakings which stipulates that when credit-institutions are wound-up the classification of claims is subject to the rules of the Bankruptcy Act No. 21/1991. Official charges incurred by an undertaking in bankruptcy should be considered as part of liquidation cost as provided in point 2. of Article 110 in the Bankruptcy Act.  The effects of the third paragraph of Article 102 in the Act on Financial Undertakings led to the conclusion that the disputed surveillance charge should be given the same categorization.

Grimur Sigurdsson, Supreme Court Attorney and partner at Landslög, represented the FSA before the courts. „In my mind this judgment is a clear precedent on how this particular charge should be addressed by all undertakings being wound-up and – in most cases – result in it being paid in full by the relevant entities.“

Landslög provide legal services to a number of official entities and institutions and provide specialized advice on bankruptcy law and winding-up procedures.

For further information on Landslög’s services please contact Áslaug Árnadóttir, managing director and partner, through aslaug@landslog.is or by contacting +354- 520-2900.