AÐSTOÐ VIÐ RÍKIÐ OG SVEITAFÉLÖG

Íslenska ríkið og flest sveitafélög landsins leita reglulega til Landslaga með hvers konar hagsmunagæslu.  Landslög hafa rekið mál fyrir ríkið, bæði fyrir íslenskum dómstólum sem og EFTA dómstólnum. Landslög gættu sem dæmi hagsmuna ríkisins í málarekstri vegna Geysissvæðisins, veittu lögfræðiráðgjöf til Norðurþings vegna uppbyggingar á Bakka, ríkinu ráðgjöf í Icesave málinu, auk þess að vera ráðgjafar ríkisins í samningum við fjármálafyrirtæki um lokauppgjör þrotabúa bankanna.