UM LANDSLÖG

Landslög lögmannsstofa býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Viðskiptavinum Landslaga býðst þannig sérhæfð ráðgjöf sem hefur skilað eftirtektarverðum árangri.

Fyrirtæki, innlend sem erlend, sveitarfélög og stofnanir hins opinbera hafa nýtt sér sérhæfingu Landslaga í lögfræðiráðgjöf og hagsmunagæslu. Hið sama gildir um þekkingu og reynslu Landslaga í skaðabótamálum einstaklinga, þar sem vel heppnuð lögmennska hefur getið stofunni gott orðspor.

Viðskiptavinir Landslaga njóta almennt góðs af yfirgripsmikilli reynslu og fjölbreyttri menntun og bakgrunni starfsmanna stofunnar þar sem þeir fá alla lögfræðiþjónustu á einum stað.

Landslög eiga rætur að rekja aftur til ársins 1971. Á árinu 2010 sameinuðust Landslög og LM Lögmenn undir nafni Landslaga. Eigendur Landslaga eru fimmtán en alls starfa þar 20 lögfræðingar, þar af 18 með lögmannsréttindi og 12 þeirra hafa réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti.

Hjá Landslögum starfa nú 25 manns.

Landslög eru aðilar að Legal Netlink Alliance sem eru samtök lögmannsstofa um allan heim.

Síðast en ekki síst nýtur Landslög gæðaviðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi:

Chambers and Partners

The Legal 500

Landslög voru í hópi Fyrirmyndarfyrirtækja Viðskiptablaðsins og Keldunnar árin 2018, 2019 og 2020.

Sá úrskurðaraðili sem neytendur geta leitað til vegna ágreinings seljanda og neytanda, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 81/2018 um úrskurðaraðila á sviði neytendamála, er Úrskurðarnefnd lögmanna, Álftamýri 9, 108 Reykjavík https://lmfi.is/urskurdarnefnd-logmanna.