Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.
Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.
Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.
Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.
Samkvæmt nýlegum dómi Landsréttar taldist fasteign haldin galla þar sem seljendur greindu ekki frá samskiptavanda í fjöleignarhúsinu. Af dóminum og skrifum fræðimanna má ráða að upplýsingar um erfiða nágranna og alvarlegan samskiptavanda eru upplýsingar sem seljanda ber að veita kaupanda við sölu fasteignar.Hildur Ýr Viðarsdóttir hrl. og lögmaður á Landslögum ...
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar sl. var fallist á kröfu K2 Agency Limited („K2“), umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Slayer, á hendur núverandi rekstraraðilum Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar, Live Events ehf., Lifandi Viðburðum ehf. og L Events ehf. („L-félögin“), auk eiganda þeirra, vegna eftirstöðva þóknunar Slayer fyrir að koma fram á ...
Þann 1. desember sl. var Endurupptökudómi komið á fót, en hann er sérdómstóll sem tekur ákvörðun um hvort heimila eigi endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Í Endurupptökudómi sitja fimm dómendur, einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Skipað er í ...
Sími:
520-2900
Fax:
520-2901
Netfang:
landslog@landslog.is
Landslög nota engar vafrakökur.