Lögfræðiþjónusta

Landslög

Við erum stolt af sögu Landslaga sem spannar hátt í fimm áratugi. Á þeim tíma hafa einstaklingar, opinberar stofnanir og stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis okkar. Markmið Landslaga hefur ávallt verið hið sama – að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu.

Landslög nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, meðal annars af hálfu gæðaeftirlits Chambers and Partners og Legal 500, þar sem hæfni stofunnar og einstaka starfsmanna er staðfest.
Landslog_Myndaval-13
Starfssvið

Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.

Landslog_Myndaval-3
Um Landslög

Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.

Landslog_Myndaval-1
Hafa samband

Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.

Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.

Fréttir

Dómur Hæstaréttar um rétt vátryggðs til brunabóta

birt 15. ágúst 2022

Í júní síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur í máli umbjóðanda Landslaga í ágreiningi við vátryggingarfélag um hvort félaginu væri heimilt að halda eftir brunabótum sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts. Í stuttu máli var umbjóðandi stofunnar eigandi fasteignar sem varð eldi að bráð þann 31. maí 2017 og gjöreyðilagðist. Vátryggingarfélagið taldi sér einungis skylt ...

Þak yfir höfuðið - viðtal við Hildi Ýri Viðarsdóttur

birt 2. júlí 2022

Hildur Ýr Viðarsdóttir var til viðtals í þættinum Þak yfir höfuðið á streymisveitunni Uppkast um gallamál í fasteignum. Meðal annars fór hún yfir það hvað kaupendur og seljendur geta gert til að reyna að koma í veg fyrir ágreiningsmál um galla í fasteignum. Viðtalið má nálgast hér.

Landslög aðstoða við fyrstu fjármögnun á íslenskum rafíþróttum

birt 31. maí 2022

Rafíþróttafélagið Dusty lauk í síðustu viku við hlutafjáraukningu sem telst jafnframt vera fyrsta almenna fjármögnun félags sem helgar sig rafíþróttum á Íslandi. Rafíþróttafélagið Dusty var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að byggja upp atvinnulið í rafíþróttum. Stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins er Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson. Félagið hefur hingað til ...

Almennar upplýsingar

Heimilisfang:
Borgartúni 26
105 Reykjavík

Sími:
520-2900

Fax:
520-2901

Netfang:
landslog@landslog.is