Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.
Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.
Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.
Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Fagkaupa ehf. á Jóhanni Ólafssyni & Co ehf. en bæði félögin hafa um árabil starfað á markaði fyrir lýsingarbúnað og perur. Í ljósi stöðu sameinaðs félags á tilteknum undirmörkuðum þess markaðar var samruninn tekinn til ítarlegrar rannsóknar á grundvelli samrunareglna samkeppnislaga. Samruninn var samþykktur með ...
Kennsluverðlaun Orators fyrir skólaárið 2024-2025 voru afhent á hátíðarmálþingi Orators þann 12. febrúar sl. Markmið verðlaunanna er að heiðra þá kennara sem þykja hafa skarað fram úr í kennslu við lagadeild Háskóla Íslands, auk þess að vera kennurum og nemendum hvatning til þess að hafa áhrif á þróun og framfarir ...
Dröfn Eyjólfsdóttir bókari hefur nú starfað í 40 ár á Landslögum og forverum stofunnar. Dröfn var 27 ára þegar hún hóf störf hjá Lögmönnum Skólavörðustíg 12 og hefur upp frá því átt farsælan og glæsilegan starfsferil. Við hlökkum til að starfa áfram með þessum frábæra samstarfsmanni og óskum henni innilega ...
Landslög nota engar vafrakökur.