Lögfræðiþjónusta

Landslög

Við erum stolt af sögu Landslaga sem spannar hátt í fimm áratugi. Á þeim tíma hafa einstaklingar, opinberar stofnanir og stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis okkar. Markmið Landslaga hefur ávallt verið hið sama – að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu.

Landslög nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, meðal annars af hálfu gæðaeftirlits Chambers and Partners og Legal 500, þar sem hæfni stofunnar og einstaka starfsmanna er staðfest.
Landslog_Myndaval-13
Starfssvið

Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.

Landslog_Myndaval-3
Um Landslög

Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.

Landslog_Myndaval-1
Hafa samband

Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.

Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.

Fréttir

Seljendur fasteignar sýknaðir af gallakröfu

birt 17. október 2020

Héraðsdómur hefur sýknað seljendur fasteignar af gallakröfu kaupanda sem nam tæpum 11 milljónum króna. Ágreiningur málsins laut að um 40 ára gamalli fasteign sem seld var árið 2016. Seint á árinu 2017 tilkynnti lögmaður kaupanda seljendum að verulegir gallar væru á fasteigninni, bæði á múrhúð fasteignarinnar og þaki. Kaupandi dómkvaddi ...

Landslög eru fyrirmyndafyrirtæki

birt 16. október 2020

Landslög eru meðal þeirra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Keldunnar og Viðskiptablaðsins til að hljóta einkunnina Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020. Á listanum er ríflega 1.100 fyrirtæki sem teljast til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi. Í hópi meðalstórra fyrirtækja eru Landslög á meðal þeirra 25 fyrirtækja sem komast efst á lista.

Fallist á skilarétt í viðskiptum með blóm

birt 11. október 2020

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði þann 8. október sl. Samkaup hf. af kröfu Hverablóma ehf. um greiðslu kröfu vegna viðskipta með blóm. Aðilar málsins höfðu átt í viðskiptum með blóm frá árinu 2016 en Samkaup keyptu blóm af Hverablómum til endursölu í verslunum sínum. Höfðu Samkaup frá upphafi viðskiptanna haft skilarétt á ...

Starfsfólk

hrl. / LL.M / Eigandi

hrl. / LL.M / Eigandi / Fagleg umsjón

hrl. / LL.M / Eigandi

Almennar upplýsingar

Heimilisfang:
Borgartúni 26
105 Reykjavík

Sími:
520-2900

Fax:
520-2901

Netfang:
landslog@landslog.is