Lögfræðiþjónusta

Landslög

Við erum stolt af sögu Landslaga sem spannar hátt í fimm áratugi. Á þeim tíma hafa einstaklingar, opinberar stofnanir og stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis okkar. Markmið Landslaga hefur ávallt verið hið sama – að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu.
Landslög nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, meðal annars af hálfu gæðaeftirlits
Chambers and Partners og Legal 500, þar sem hæfni stofunnar og einstaka
starfsmanna er staðfest.
Landslog_Myndaval-13
Starfssvið

Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.

Landslog_Myndaval-1-1024x662
Um Landslög

Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.

hafa-samband (1)
Hafa samband

Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.

Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.

Fréttir

Isavia sýknað af kröfum Drífu

birt 24. mars 2023

Landsréttur kvað í dag upp dóm í máli sem félagið Drífa höfðaði gegn Isavia til heimtu skaðabóta vegna forvals á aðilum til reksturs verslunar- og veitingaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Byggði Drífa á því að Isavia hefði brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar og jafnræðisreglum við mat á tilboðum og val á ...

Gunnar Atli tekur til starfa á Landslögum

birt 22. mars 2023

Gunnar Atli Gunnarsson hefur hafið störf sem fulltrúi á Landslögum lögfræðistofu. Hann lauk BA gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2013 og meistaraprófi í lögum frá sama skóla árið 2015.  Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2017 og útskrifaðist með LL.M gráðu frá University of California, Berkeley, ...

Íslenskir aðalverktakar sýknaðir í deilu um stálvirki

birt 2. mars 2023

Héraðsdómur Reykjaness kvað í dag upp dóm í máli sem varðaði uppgjör Íslenskra aðalverktaka hf. og undirverktaka félagsins á stálvirki nýs íþróttamannvirkis í Garðabæ. Voru aðilar ósammála um greiðsluskyldu ÍAV og við hvaða magn á stáli skyldi miða uppgjörið við. Í málinu krafðist A Faktoring ehf., sem keypt hafði meintar ...

Yfirgripsmikil þekking og reynsla.

Sterk liðsheild síðan 1971