Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.
Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.
Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.
Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.
Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og Sara Bryndís Þórsdóttir lögfræðingur rituðu grein í Viðskiptablaðið þann 1. maí sl. þar sem fjallað er um fyrirvara og sölukeðjur í fasteignakaupum. Í greininni er m.a. farið yfir hvaða þýðingu algengir fyrirvarar í kauptilboðum hafa og bent á að kaupendur og seljendur fasteigna þurfi að ...
Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur verið skipaður aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Tillaga þess efnis var samþykkt á deildarfundi lagadeildar í síðustu viku og mun hann sinna starfinu samhliða starfi sínu sem lögmaður á Landslögum. Gunnar Atli hefur undanfarin ár sinnt kennslu við deildina í áföngunum Kröfuréttur ...
Sigurgeir Valsson hefur bæst í hóp eigenda Landslaga. Sigurgeir útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010. Hann starfaði hjá skilanefnd og slitastjórn Kaupþings frá útskrift og til ársins 2017 en hóf störf hjá Landslögum árið 2018. Hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2013. Sigurgeir sérhæfir sig í ...
Landslög nota engar vafrakökur.