Lögfræðiþjónusta

Landslög

Við erum stolt af sögu Landslaga sem spannar hátt í fimm áratugi. Á þeim tíma hafa einstaklingar, opinberar stofnanir og stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis okkar. Markmið Landslaga hefur ávallt verið hið sama – að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu.
Landslög nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, meðal annars af hálfu gæðaeftirlits
Chambers and Partners og Legal 500, þar sem hæfni stofunnar og einstaka
starfsmanna er staðfest.
Landslog_Myndaval-13
Starfssvið

Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.

Landslog_Myndaval-1-1024x662
Um Landslög

Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.

_A8A6460-Edit
Hafa samband

Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.

Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.

Fréttir

Samningur um kaup Qair Iceland ehf. á 50% hlut í Íslenska vetnisfélaginu ehf. undirritaður

birt 20. september 2023

Undirritaður hefur verið samningur um kaup Qair Iceland ehf. á 50% hlut í Íslenska vetnisfélaginu ehf. dótturfélagi Orkunnar IS ehf. Íslenska vetnisfélagið stefnir á sölu á grænni orku með uppbyggingu á vetnisstöðvum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum og Freysnesi, auk framleiðslustöðvar á Grundartanga. Ráðgjafar Qair Iceland ehf. voru Jóhannes ...

Námskeið um atvinnurekstrarbann

birt 18. ágúst 2023

Um síðustu áramót tóku gildi breytingar á lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. þar sem lögfest var heimild til að beita einstaklinga atvinnurekstrarbanni en í slíku banni felst að þeim sem því sætir er óheimilt að stjórna félagi sem rekið er með takmarkaðri ábyrgð eigenda og fara með prókúru eða ...

Vafi um samning matvælaráðherra

birt 1. ágúst 2023

Morgunblaðið tók Grím Sigurðsson tali nýverið og ræddi við hann um samning sem matvælaráðuneytið gerði við Samkeppniseftirlitið um kortlagningu eignatengsla í sjávarútvegi. Í viðtalinu kemur m.a. fram að það sé að mati Gríms verulegur vafi uppi um hvort samningurinn standist lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Þannig sé bæði vafasamt að Samkeppniseftirlitinu sé heimilt ...

Starfsfólk

Aðstoðarmaður lögmanna

Aðstoðarmaður lögmanna / Innheimtufulltrúi

Yfirgripsmikil þekking og reynsla.

Sterk liðsheild síðan 1971