Lögfræðiþjónusta

Landslög

Við erum stolt af sögu Landslaga sem spannar hátt í fimm áratugi. Á þeim tíma hafa einstaklingar, opinberar stofnanir og stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis okkar. Markmið Landslaga hefur ávallt verið hið sama – að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu.
Landslög nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, meðal annars af hálfu gæðaeftirlits
Chambers and Partners og Legal 500, þar sem hæfni stofunnar og einstaka
starfsmanna er staðfest.
Landslog_Myndaval-13
Starfssvið

Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.

Landslog_Myndaval-1-1024x662
Um Landslög

Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.

_A8A6460-Edit
Hafa samband

Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.

Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.

Fréttir

Magnús Ingvar Magnússon hlýtur málflutningsréttindi fyrir Landsrétti

birt 13. mars 2024

Þann 7. mars sl. flutti Magnús Ingvar Magnússon sitt fjórða og síðasta prófmál fyrir Landsrétti og lauk þar með prófraun til öflunar réttinda til málflutnings fyrir Landsrétti. Magnús er 31 árs gamall en hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2017. Landslög óska Magnúsi innilega til hamingju með ...

Dómur um rétt til aflaheimilda við sölu skipa

birt 1. mars 2024

Landsréttur kvað í dag upp dóm þar sem fjallað var um réttinn til aflaheimilda við sölu skips. Málavextir voru þeir að á árinu 2019 var gerður kaupsamningur um fiskiskip. Eftir gerð samningsins kom í ljós að skipinu hafði verið úthlutað veiðiheimildum í makríl. Deildu aðilar um hvort veiðiheimildirnar tilheyrðu kaupanda ...

BHM og fyrrverandi formaður sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra

birt 24. febrúar 2024

BHM og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formaður félagsins, hafa með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hélt því fram að Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarákvæðum í starfslokasamningi hennar og BHM með umfjöllun í pistli sem sendur var formönnum aðildarfélaga BHM. Krafðist fyrrverandi framkvæmdastjórinn greiðslu bóta ...

Starfsfólk

hrl. / LL.M / Eigandi

Aðstoðarmaður lögmanna

hrl. / LL.M / Eigandi

Yfirgripsmikil þekking og reynsla.

Sterk liðsheild síðan 1971