Stefna, skjalaskrá o.fl.

Hér að neðan má nálgast stefnu Málsóknarfélags hluthafa Landsbanka Íslands, skjalaskrá sem lögð var fram við þingfestingu og lögfræðiálit Ragnars H. Hall um ábyrgð félagsmanna í málsóknarfélagi: Stefna Skjalaskrá Lögfræðiálit

Þingfesting stefnu málsóknarfélagsins

Í gær, 27. október 2015, var þingfest stefna Málsóknarfélags hluthafa Landsbanka Íslands hf. Mætt var fyrir hönd Björgólfs Thors og óskað eftir 3 vikna fresti til að skila inn greinargerð um frávísun málsins frá dómi, þ.e. að málinu verði vísað frá án þess að efnismeðferð þess fari fram. Samtals voru félagsmenn málsóknarfélagsins við þingfestinguna 235 og fara þeir samtals með hlutafé að nafnverði kr. 617.181.759 eða 5,51% af hlutafé Landsbanka Íslands hf. eða um rúmlega helming þess hlutafjár sem ekki var í eigu Samson, Landsbankans sjálfs eða félaga sem eru í slitameðferð. Þátttaka í málsóknarfélaginu er umfram upphaflegar væntingar og er því ljóst að félagið er mjög vel í stakk búið til að standa straum af kostnaði af málsókn og greiðslu málskostnaðar komi til þess.

Svar stjórnar málsóknarfélagsins við fullyrðingum Björgólfs Thors

Í kjölfar umfjöllunar Kastljóss um hópmálsókn fyrrum hluthafa í Landsbanka Íslands og auglýsinga um kynningarfund um hópmálsóknina sendi Björgólfur Thor frá sér yfirlýsingu sem hafði að geyma rangfærslur. Stjórn málsóknarfélagsins svaraði með fréttayfirlýsingu sem er aðgengileg með því að smella á þennan hlekk.

Umfjöllun Kastljóss um skaðabótamál á hendur Björgólfi Thor

Kastljós var með ítarlega umfjöllun um væntanlega málsókn fyrrum hluthafa í Landsbanka Íslands á hendur Björgólfi Thor þann 23. júní 2015. Með því að smella á þennan hlekk má sjá umfjöllun Kastljóss sem verður aðgengileg á vefsíðu RÚV til 21. september 2015

Kynningarfundur

Kynningarfundur um hópmálsóknina verður haldinn fimmtudaginn 25. júní næstkomandi klukkan 17:00 í stofu V101 í Háskólanum í Reykjavík. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvubréf á netfangið malsokn@landslog.is eða í síma 520 2917.