FJÁRHAGSLEG ENDURSKIPULAGNING

Landslög hafa á að skipa þrautreyndum lögmönnum á sviði gjaldþrotaréttar og fjárhagslegrar endurskipulagningar. Hafa sérfræðingar stofunnar verið skipaðir skiptastjórar í stórum sem smáum þrotabúum, aðstoðarmenn í greiðslustöðvun og umsjónarmenn nauðasamninga. Þá hafa lögmenn stofunnar rekið dómsmál fyrir hönd þrota- og slitabúa, komið að ráðgjöf og málarekstri fyrir kröfuhafa og aðstoðað stjórnendur fyrirtækja við hvers konar fjárhagslega endurskipulagningu.

hrl. / LL.M / Eigandi / Fagleg umsjón