Samningur málsóknarfélagsins

Hópmálsóknarfrétttir                         

Samþykktir málsóknarfélagsins

 

 

Um málsóknarfélagið

Tilgangur félagsins er að höfða mál til viðurkenningar á skaðbótaskyldu fyrir hönd félagsmanna á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna tjóns félagsmanna af hlutabréfaeign þeirra í Landsbanka Íslands hf. Verði skaðabótaskylda viðurkennd mun félagið einnig sækja skaðabætur fyrir félagsmenn. Félaginu er ekki heimilt að starfa við annað en málarekstur í samræmi við tilgang þess. Félagið mun reka dómsmálið í eigin nafni fyrir hönd félagsmanna og í umboði þeirra. Þrátt fyrir að málsóknarfélagið eigi aðild að málinu eru það félagsmennirnir sem hver fyrir sitt leyti eiga þá hagsmuni sem málið varðar. Félagið fer með forræði á málinu svo bindandi sé fyrir félagsmenn, þar á meðal til að fella málið niður eða ljúka því með dómssátt. Um réttindi og skyldur félagsmanna fer samkvæmt samþykktum félagsins. Sjá hér: Samþykktir málsóknarfélagsins.

Hverjir geta orðið félagsmenn?

Hver sá sem átti hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. þann 7. október 2008 eða leiðir rétt frá aðila sem átti hlutabréf á þeim tíma getur sótt um aðild að félaginu og þar með tekið þátt í hópmálsókninni.

Hvað kostar að taka þátt?

Þeir sem sækja um aðild að félaginu skuldbinda sig til að greiða félagsgjald sem eru kr. 5.000 fyrir hluthafa sem eiga 100.000 eða færri hluti í Landsbanka Íslands hf., kr. 15.000 fyrir hluthafa sem eiga 100.001 til 300.000 hluti, kr. 40.000 fyrir hluthafa sem eiga 300.001 til 500.000 hluti en 15% af nafnverði hluta þeirra hluthafa sem eiga fleiri en 500.000 hluti. Upplýsingar um fjölda hluta ættu að koma fram á skattframtali viðkomandi. Einnig er hægt að fá upplýsingar um hlutabréfaeign með því að senda tölvubréf á netfangið malsokn@landslog.is eða í síma 520 2917. Félagsgjaldið er greitt við inngöngu í félagið og er óendurkræft. Verði bótaskylda viðurkennd greiða félagsmenn að auki 10% af þeirri fjárhæð sem innheimtist eða samið er um greiðslu á í þóknun fyrir málareksturinn. Til að sækja um aðild að félaginu þarf að fylla út umsókn á umsóknarsíðu sem birtist þegar valin er hnappur hér að neðan og undirrita með rafrænum skilríkjum.

Landslög annast um málsóknina

Málsóknarfélagið hefur gert samning við Landslög (www.landslog.is) um rekstur málsins og innheimtu á skaðabótum. Sjá hér: Samningur málsóknarfélagsins við Landslög.