SJÓ- OG FLUTNINGARÉTTUR

Á Landslögum starfar teymi sérfræðinga á sviði sjó- og flutningaréttar með áralanga reynslu af rekstri dómsmála á réttarsviðinu sem og af störfum fyrir flutningsaðila. Hafa sérfræðingar stofunnar komið að uppgjöri fjölmargra mála er lúta að farmtjóni, aðstoð vegna endurkrafna á hendur flutningsaðilum, hagsmunagæslu vegna sameiginlegra sjótjóna og annarra sviða sjó-
og flutningsréttar. Lögmenn stofunnar hafa mikla þekkingu á sviði vátryggingaréttar en á vátryggingar reynir iðulega þegar farmtjón, sjótjón og önnur flutningatjón eiga sér stað. Þá hafa lögmenn stofunnar sinnt kennslu á réttarsviðinu.

hrl. / LL.M / Eigandi

hrl. / LL.M / Eigandi