FRÉTTIR

Menntamálaráðherra braut jafnréttislög

birt 2. júní 2020

Kærunefnd jafnréttismála hefur kveðið upp úrskurð um að Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi brotið gegn jafnréttislögum við skipun í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Í úrskurðinum kemur fram að annmarkar hafi verið á málsmeðferð og ákvarðanatöku ráðuneytisins við mat og val á umsækjendum um stöðuna. Þannig hafi menntun, reynslu af opinberri stjórnsýslu, leiðtogahæfileikar ...

Íslenska ríkið sýknað af kröfum um greiðslu vaxta í Geysismáli.

birt 5. maí 2020

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfu seljenda lands við Geysi í Haukadal um greiðslu vaxta af kaupverðinu. Ríkið samdi um kaup á landinu árið 2016 og skyldi kaupverðið ákveðið með matsgerð dómkvaddra matsmanna. Matsmenn skiluðu niðurstöðu sinni árið 2017 og óskaði íslenska ríkið eftir yfirmatsgerð. Lá hún ...

Fallist á kröfu Slayer á hendur skipuleggjanda Secret Solstice

birt 2. maí 2020

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. apríl sl. var fallist á kröfu K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Slayer, á hendur skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice vegna eftirstöðva þóknunar Slayer fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Málið var höfðað á hendur annars vegar Solstice Productions ehf. á grundvelli samningssambands við ...

Kröfum um ógildingu á framkvæmdaleyfi vísað frá og hafnað

birt 27. apríl 2020

Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 51/2019 var vísað frá kröfum nokkurra eigenda Seljaness um ógildingu á framkvæmdaleyfi Vesturverks vegna lagfæringa á Ófeigsfjarðarvegi. Talið var að þeir ættu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta. Að auki var kröfum annarra kærenda, eigenda að Eyri, um ógildingu leyfisins hafnað. ...

Greiðslufærni á óvissutímum

birt 20. apríl 2020

Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður skrifaði grein sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 18. apríl sl. um þá mælikvarða sem notaðir eru við mat á greiðslufærni fyrirtækja, hvort og þá hvernig slíkir mælikvarðar breytist á óvissutímum og þær skuldbindingar sem hvíla á stjórnendum þegar niðurstöður um greiðslufærni liggja fyrir. Greinina má lesa ...

Skaðabótaskylda viðurkennd í refsimáli

birt 3. apríl 2020

Þann 31. mars sl. gekk dómur í Héraðsdómi Vesturlands í sakamáli sem höfðað var gegn einstaklingi sem tekið hafði bifreið ófrjálsri hendi og velt henni með þeim afleiðingum að bifreiðin var því sem næst gjörónýt eftir. Brotaþolinn í málinu, sem hafði bifreiðina á leigu, gerði kröfu um greiðslu skaðabóta vegna ...

Fallist á afsláttarkröfu Eirbergs ehf. vegna galla á verki við vefsíðugerð

birt 1. apríl 2020

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 31. mars sl. var fallist á afsláttarkröfu Eirbergs ehf. að fjárhæð um 6, 8 milljónir króna, með dráttarvöxtum frá 21. ágúst 2017, á hendur vefhönnunarfyrirtækinu Kosmos og Kaos vegna galla á verki fyrirtækisins við hönnun og forritun nýs vefs Eirbergs ehf.; www.eirberg.is. Héraðsdómur taldi sannað ...

Landsréttur staðfestir frávísun héraðsdóms vegna Hvalárvirkjunar

birt 30. mars 2020

Þann 26. mars 2020 staðfesti Landsréttur frávísun Héraðsdóms Vestfjarða á dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi. Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars 2019 og kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks, fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar, yrði fellt úr gildi ...