FRÉTTIR

Brunatryggingar og uppgjör brunabóta

birt 17. maí 2023

Lögmennirnir Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen rituðu grein sem birt er í nýjustu útgáfu Tímarits lögfræðinga þar sem fjallað er um brunatryggingar og uppgjör slíkra bóta. Tilefni ritsmíðarinnar er hagsmunagæsla höfunda í þágu vátryggingartaka sem varð fyrir miklu fjárhagslegu tjóni þegar atvinnuhúsnæði hans brann vorið 2017. Málið var rekið fyrir ...

Isavia sýknað af kröfum Drífu

birt 24. mars 2023

Landsréttur kvað í dag upp dóm í máli sem félagið Drífa höfðaði gegn Isavia til heimtu skaðabóta vegna forvals á aðilum til reksturs verslunar- og veitingaþjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Byggði Drífa á því að Isavia hefði brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar og jafnræðisreglum við mat á tilboðum og val á ...

Gunnar Atli tekur til starfa á Landslögum

birt 22. mars 2023

Gunnar Atli Gunnarsson hefur hafið störf sem fulltrúi á Landslögum lögfræðistofu. Hann lauk BA gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2013 og meistaraprófi í lögum frá sama skóla árið 2015.  Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2017 og útskrifaðist með LL.M gráðu frá University of California, Berkeley, ...

Íslenskir aðalverktakar sýknaðir í deilu um stálvirki

birt 2. mars 2023

Héraðsdómur Reykjaness kvað í dag upp dóm í máli sem varðaði uppgjör Íslenskra aðalverktaka hf. og undirverktaka félagsins á stálvirki nýs íþróttamannvirkis í Garðabæ. Voru aðilar ósammála um greiðsluskyldu ÍAV og við hvaða magn á stáli skyldi miða uppgjörið við. Í málinu krafðist A Faktoring ehf., sem keypt hafði meintar ...

Sýn kaupir Já

birt 28. febrúar 2023

Undirritaðir hafa verið samningar um kaup Sýnar hf. á öllu hlutafé í Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., sem er móðurfélag Já ehf. en það félag rekur meðal annars vefsíðuna og appið ja.is ásamt því að veita upplýsingar í símanúmerinu 1818. Seljendur eru að stærstum hluta íslenskir lífeyrissjóðir. Með kaupunum hyggst Sýn hf. ...

Áhrif verkfalla og verkbanna á verkframkvæmdir

birt 22. febrúar 2023

Í morgun fór fram fræðslufundur á meðal félagsmanna Samtaka iðnarains (SI) í tilefni af yfirstandandi og fyrirhuguðum vinnustöðvunum, þ.e. verkfalla og verkbanns. Á fundinum fóru lögmenn Landslaga, Hildur Ýr Viðarsdóttir, Unnur Lilja Hermannsdóttir og Magnús Ingvar Magnússon yfir áhrif vinnustöðvana á efndir verksamninga og möguleika fyrirtækja til að takmarka tjón ...

Kynferðisleg áreitni eða ofbeldi - grein eftir Unni Lilju Hermannsdóttur

birt 20. febrúar 2023

Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður ritaði grein í Viðskiptablaðið þann 16. febrúar sl. þar sem hún fjallar um skyldu atvinnurekenda til að grípa inn í, ef upp koma tilvik er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi á vinnustað. Atvinnurekanda beri að skoða málið út frá vinnuverndarsjónarmiðum,  þ.e. að kanna ...

Ný byggingarlöggjöf í Bretlandi

birt 15. febrúar 2023

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag birtist grein eftir Magnús Ingvar Magnússon um nýja byggingarlöggjöf í Bretlandi. Tilefni greinarinnar er ráðstefna sem nýlega var haldin um „fúsk“ í byggingariðnaði. Í greininni eru raktar stuttlega nokkrar af þeim umfangsmiklu breytingum sem átt hafa sér stað á breskri byggingarlöggjöf á undanförnum árum ...