FRÉTTIR

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, dæmt til að greiða húsfélagi í Hafnarfirði bætur

birt 25. febrúar 2020

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, var dæmt til að greiða húsfélagi í Hafnarfirði bætur vegna galla á gluggum fjöleignarhússins. Um tvö stór fjöleignarhús er að ræða en Hömlur leystu til sín 63 af 70 íbúðum í skuldaskilum í desember 2011. Hömlur hófu að selja íbúðir fljótlega og voru þær fyrstu seldar ...

Hvenær þarf að tilkynna markaðinum?

birt 3. febrúar 2020

Jóhannes Karl Sveinsson skrifaði grein sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 1. febrúar sl. um það hvenær skráðum félögum ber að birta upplýsingar um rekstur þeirra og hvað skuli felast í slíkum tilkynningum. Greinina má lesa hér.

Unnur Lilja, Jón Gunnar og Sveinbjörn bætast í hóp eigenda

birt 14. janúar 2020

Þrír lögmenn hafa gengið inn í eigendahóp Landslaga lögfræðistofu, þau Unnur Lilja Hermannsdóttir, Jón Gunnar Ásbjörnsson og Sveinbjörn Claessen. Öll hafa þau starfað um árabil á Landslögum við góðan orðstír. Með breytingunni styrkist verulega eigendahópur Landslaga. Unnur lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 en hóf störf með ...

Ráðuneytið snýr við ákvörðun Fiskistofu

birt 11. júní 2019

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kvað þann 11. júní 2019 upp úrskurð í máli Útgerðarfélags Reykjavíkur þar sem kærð var ákvörðun Fiskistofu að svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í 12 vikur vegna meints brottkasts. Var niðurstaða ráðuneytisins að fella úr gildi ákvörðun ráðuneytisins og heimvísa hluta þess til Fiskistofu. Grímur Sigurðsson gætti hagsmuna ...

Hönnuðir Háskólans í Reykjavík sýknaðir

birt 7. júní 2019

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað nýverið upp dóm þar sem hönnuðir Háskólans í Reykjavík, Arkís arkitektar og danska arkitektastofan Henning Larsen Architects, voru sýknaðir af 250 milljóna króna bótakröfu Háskólans í Reykjavík. Bótakrafan var byggð á því að gallar væru á hönnun skólans sem m.a. leiddu til þess að hitastig í hinum ...

Landsréttur úrskurðar að Isavia ohf. er heimilt að aftra för farþegaþotu

birt 3. júní 2019

Þann 28. mars 2019 neytti Isavia ohf. heimildar í 1. mgr. 136. gr. loftferðalaga nr. 60/1998 og aftraði för farþegaþotu í eigu bandaríska leigufélagsins ALC A321 7237 til tryggingar öllum skuldum Wow air hf., sem var leigutaki og umráðandi farþegaþotunnar, við Isavia ohf. vegna starfsemi Wow air hf. á Keflavíkurflugvelli.  ...

Gerðardómur úrskurðar að Elkem beri að greiða hærra raforkuverð

birt 31. maí 2019

Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elkem, eiganda járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, beri að greiða Landsvirkjun hærra raforkuverð. Verksmiðjan hóf starfsemi á Grundartanga árið 1979. Smningur fyrirtækisins við Landsvirkjun var upphaflega til 40 ára og átti því að renna út í ár. Í samningnum er að finna ákvæði sem heimilar ...

Fullnaðarsigur í grunnskólamáli

birt 23. febrúar 2019

Samkvæmt áliti Persónuverndar 22. september 2015 höfðu fimm grunnskólar í þremur sveitarfélögum, sem höfðu verið valdir af handahófi, ekki tryggt nægilega öryggi persónuupplýsinga sem voru færðar inn í vefkerfið Mentor. Beindi stofnunin ítarlegum tilmælum til skólanna um að ráðast í ýmiss konar úrbætur. Að úrbótunum loknum sendu skólarnir stofnuninni gögn ...