FRÉTTIR

BHM og fyrrverandi formaður sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra

birt 24. febrúar 2024

BHM og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formaður félagsins, hafa með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hélt því fram að Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarákvæðum í starfslokasamningi hennar og BHM með umfjöllun í pistli sem sendur var formönnum aðildarfélaga BHM. Krafðist fyrrverandi framkvæmdastjórinn greiðslu bóta ...

Landslög skora hátt hjá Chambers & Partners

birt 20. febrúar 2024

Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers & Partners rannsakar árlega gæði þeirrar þjónustu sem íslenskar lögfræðistofur veita, m.a. með því að taka viðtöl við viðskiptavini og sérfræðinga sem nýta sér þjónustu lögfræðistofanna. Nýverið birti fyrirtækið niðurstöður vegna gæðakönnunar á íslenskum lögfræðistofum sem gildir árið 2024. Þjónusta lögmanna Landslaga er metin á tveimur sérfræðisviðum, ...

Einkahlutafélag og eigandi þess ábyrg fyrir göllum á fasteign

birt 7. febrúar 2024

Héraðsdómur Reykjaness hefur kveðið upp dóm í máli sem kaupendur fasteignar höfðuðu gegn einkahlutafélagi, sem seldi þeim nýbyggða fasteign, og þeim einstaklingi sem var eigandi og stjórnarmaður einkahlutafélagsins. Taldi héraðsdómur að fasteignin hefði verið haldin göllum við söluna þar sem steinveggir voru ekki byggðir á lóð hússins, en kaupendur máttu ...

Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns ógiltur

birt 6. febrúar 2024

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli sem rekið var um lögmæti úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í úrskurðinum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að tæming Árbæjarlóns hefði verið ólögmæt. Fyrir dómi krafðist Orkuveita Reykjavíkur þess að úrskurðurinn yrði ógiltur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Orkuveitu Reykjavíkur og ógilti ...

Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2 staðfest

birt 26. janúar 2024

Þann 25. janúar sl. staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Voga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir nýrri rafmagnslínu til og frá Suðurnesjum, Suðurnesjalínu 2. Ívar Pálsson lögmaður hjá Landslögum aðstoðaði sveitarfélagið við meðferð málsins innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, samningaviðræður og samningagerð við hagsmunaaðila, sem og við rekstur kærumálsins ...

30 ára starfsafmæli

birt 22. desember 2023

Nafnarnir Jóhannes Bjarni Björnsson og Jóhannes Karl Sveinsson hafa nú starfað í 30 ár á Landslögum og forverum stofunnar. Báðir hafa átt farsælan og glæsilegan feril í lögmennsku og hápunktarnir orðnir margir á langri starfsævi. Við hlökkum til að starfa áfram með þessum reynsluboltum og óskum þeim ...

Norvik eignast Bergs Timber AB

birt 15. desember 2023

Að loknu yfirtökutilboði hefur Norvik hf. eignast 95, 4% hlut í sænsku samstæðunni Bergs Timber AB, sem starfar í alþjóðlegum timburiðnaði og er skráð í sænsku kauphöllina. Norvik átti fyrir tilboðið tæplega 59% hlut í Bergs Timber og hefur verið stærsti hluthafi félagsins frá árinu 2016. Allir fyrirvara tilboðsins, m.a. ...

Isavia sýknað af kröfum Hópbíla og Airport Direct

birt 23. nóvember 2023

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli sem félögin Hópbílar ehf. og Airport Direct ehf. höfðuðu gegn Isavia. Forsaga málsins er sú að árið 2017 fór fram útboð um aðgang að stæðum fyrir hópferðabifreiðar við flugstöð Leifs Eiríkssonar og aðstöðu til miðasölu innanhúss. Í kjölfar útboðsins var samið við ...