FRÉTTIR

Isavia sýknað af kröfum Hópbifreiða Kynnisferða

birt 16. júní 2021

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 16. júní s.l. var Isavia sýknað af kröfum Hópbifreiða Kynnisferða um breytingar á samningi félaganna um aðstöðu hópbifreiða við Leifsstöð, sem og kröfum um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Isavia vegna meintrar ólögmætrar mismununar og vanefnda á umræddum samningi. Byggðu kröfur Hópbifreiða ...

Landslög 50 ára

birt 1. júní 2021

Í dag, 1. júní 2021, eru liðin 50 ár frá því að Garðar Garðarsson, þá nýútskrifaður lögfræðingur, opnaði lögmannsstofu í Keflavík. Frá 1. júní 1971 rak Garðar lögfræðistofuna að mestu einn og óstuddur en í maímánuði 1977 réð hann til sín ungan fulltrúa, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, sem síðar varð meðeigandi ...

Landsréttur staðfestir sýknudóm í máli vátryggingafélaga

birt 28. maí 2021

Þann 28. maí 2021 kvað Landsréttur upp dóm í máli sem LBI ehf. höfðaði á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbanka Íslands hf. og enskum vátryggingafélögum (QBE International Insurance Ltd. o.fl.), sem selt höfðu Landsbanka Íslands hf. svokallaða stjórnendatryggingu (Directors‘ & Officers‘ Liability Insurance) á árinu 2008. Viðar Lúðvíksson og Hildur Ýr ...

Hæstiréttur snýr við dómum um uppgreiðslugjald

birt 27. maí 2021

Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í tveimur málum sem lántakar höfðuðu gegn ÍL-sjóði (áður Íbúðalánasjóði). Í málunum var deilt um heimild sjóðsins til að krefja lántaka um þóknun vegna uppgreiðslu húsnæðislána þegar þau greiddu lánin upp fyrir gjalddaga. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 3/2021 var ekki fallist ...

Landsréttur staðfestir dóm héraðsdóms um viðmiðunartekjur

birt 17. maí 2021

Þann 14. maí sl. kvað Landsréttur upp dóm í máli pilts sem lent hafði í umferðarslysi örfáum mánuðum eftir að hann útskrifaðist úr framhaldsskóla. Viðurkennt var í málinu að við útreikning á bótum fyrir varanlega örorku þyrfti að meta aðstæður hans sérstaklega en deilt var um hvaða viðmiðunartekjur bæri að ...

Landslög veittu Sýn hf. ráðgjöf við sölu og endurleigu óvirkra farsímainnviða

birt 1. apríl 2021

Sýn hf. hefur undirritað samninga við erlenda fjárfesta um sölu og endurleigu (e. sale and leaseback) á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Viðskiptin munu styrkja efnahagsreikning félagsins og nemur væntur söluhagnaður yfir 6 milljörðum króna. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem er ætlað að tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur ...

Samskiptavandi getur verið fasteignagalli

birt 5. mars 2021

Samkvæmt nýlegum dómi Landsréttar taldist fasteign haldin galla þar sem seljendur greindu ekki frá samskiptavanda í fjöleignarhúsinu. Af dóminum og skrifum fræðimanna má ráða að upplýsingar um erfiða nágranna og alvarlegan samskiptavanda eru upplýsingar sem seljanda ber að veita kaupanda við sölu fasteignar.Hildur Ýr Viðarsdóttir hrl. og lögmaður á Landslögum ...

Fallist á kröfu á hendur Secret Solstice

birt 2. mars 2021

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar sl. var fallist á kröfu K2 Agency Limited („K2“), umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Slayer, á hendur núverandi rekstraraðilum Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar, Live Events ehf., Lifandi Viðburðum ehf. og L Events ehf. („L-félögin“), auk eiganda þeirra, vegna eftirstöðva þóknunar Slayer fyrir að koma fram á ...