FRÉTTIR

Fyrirvarar og sölukeðjur í fasteignakaupum

birt 7. maí 2024

Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og Sara Bryndís Þórsdóttir lögfræðingur rituðu grein í Viðskiptablaðið þann 1. maí sl. þar sem fjallað er um fyrirvara og sölukeðjur í fasteignakaupum. Í greininni er m.a. farið yfir hvaða þýðingu algengir fyrirvarar í kauptilboðum hafa og bent á að kaupendur og seljendur fasteigna þurfi að ...

Gunnar Atli skipaður aðjúnkt við lagadeild HÍ

birt 6. maí 2024

Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur verið skipaður aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Tillaga þess efnis var samþykkt á deildarfundi lagadeildar í síðustu viku og mun hann sinna starfinu samhliða starfi sínu sem lögmaður á Landslögum. Gunnar Atli hefur undanfarin ár sinnt kennslu við deildina í áföngunum Kröfuréttur ...

Sigurgeir í eigendahóp Landslaga

birt 19. mars 2024

Sigurgeir Valsson hefur bæst í hóp eigenda Landslaga. Sigurgeir útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2010. Hann starfaði hjá skilanefnd og slitastjórn Kaupþings frá útskrift  og til ársins 2017 en hóf störf hjá Landslögum árið 2018. Hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2013. Sigurgeir sérhæfir sig í ...

Magnús Ingvar Magnússon hlýtur málflutningsréttindi fyrir Landsrétti

birt 13. mars 2024

Þann 7. mars sl. flutti Magnús Ingvar Magnússon sitt fjórða og síðasta prófmál fyrir Landsrétti og lauk þar með prófraun til öflunar réttinda til málflutnings fyrir Landsrétti. Magnús er 31 árs gamall en hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2017. Landslög óska Magnúsi innilega til hamingju með ...

Dómur um rétt til aflaheimilda við sölu skipa

birt 1. mars 2024

Landsréttur kvað í dag upp dóm þar sem fjallað var um réttinn til aflaheimilda við sölu skips. Málavextir voru þeir að á árinu 2019 var gerður kaupsamningur um fiskiskip. Eftir gerð samningsins kom í ljós að skipinu hafði verið úthlutað veiðiheimildum í makríl. Deildu aðilar um hvort veiðiheimildirnar tilheyrðu kaupanda ...

BHM og fyrrverandi formaður sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra

birt 24. febrúar 2024

BHM og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formaður félagsins, hafa með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hélt því fram að Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarákvæðum í starfslokasamningi hennar og BHM með umfjöllun í pistli sem sendur var formönnum aðildarfélaga BHM. Krafðist fyrrverandi framkvæmdastjórinn greiðslu bóta ...

Landslög skora hátt hjá Chambers & Partners

birt 20. febrúar 2024

Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers & Partners rannsakar árlega gæði þeirrar þjónustu sem íslenskar lögfræðistofur veita, m.a. með því að taka viðtöl við viðskiptavini og sérfræðinga sem nýta sér þjónustu lögfræðistofanna. Nýverið birti fyrirtækið niðurstöður vegna gæðakönnunar á íslenskum lögfræðistofum sem gildir árið 2024. Þjónusta lögmanna Landslaga er metin á tveimur sérfræðisviðum, ...

Einkahlutafélag og eigandi þess ábyrg fyrir göllum á fasteign

birt 7. febrúar 2024

Héraðsdómur Reykjaness hefur kveðið upp dóm í máli sem kaupendur fasteignar höfðuðu gegn einkahlutafélagi, sem seldi þeim nýbyggða fasteign, og þeim einstaklingi sem var eigandi og stjórnarmaður einkahlutafélagsins. Taldi héraðsdómur að fasteignin hefði verið haldin göllum við söluna þar sem steinveggir voru ekki byggðir á lóð hússins, en kaupendur máttu ...