FRÉTTIR

Landslög veittu Sýn hf. ráðgjöf við sölu og endurleigu óvirkra farsímainnviða

birt 1. apríl 2021

Sýn hf. hefur undirritað samninga við erlenda fjárfesta um sölu og endurleigu (e. sale and leaseback) á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Viðskiptin munu styrkja efnahagsreikning félagsins og nemur væntur söluhagnaður yfir 6 milljörðum króna. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem er ætlað að tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur ...

Samskiptavandi getur verið fasteignagalli

birt 5. mars 2021

Samkvæmt nýlegum dómi Landsréttar taldist fasteign haldin galla þar sem seljendur greindu ekki frá samskiptavanda í fjöleignarhúsinu. Af dóminum og skrifum fræðimanna má ráða að upplýsingar um erfiða nágranna og alvarlegan samskiptavanda eru upplýsingar sem seljanda ber að veita kaupanda við sölu fasteignar.Hildur Ýr Viðarsdóttir hrl. og lögmaður á Landslögum ...

Fallist á kröfu á hendur Secret Solstice

birt 2. mars 2021

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar sl. var fallist á kröfu K2 Agency Limited („K2“), umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Slayer, á hendur núverandi rekstraraðilum Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar, Live Events ehf., Lifandi Viðburðum ehf. og L Events ehf. („L-félögin“), auk eiganda þeirra, vegna eftirstöðva þóknunar Slayer fyrir að koma fram á ...

Jóhannes Karl Sveinsson skipaður dómari við Endurupptökudóm

birt 18. febrúar 2021

Þann 1. desember sl. var Endurupptökudómi komið á fót, en hann er sérdómstóll sem tekur ákvörðun um hvort heimila eigi endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti. Í Endurupptökudómi sitja fimm dómendur, einn frá hverju dómstigi og tveir aðrir sem ekki eru embættisdómarar. Skipað er í ...

Landslög ráðgjafar í hlutafjárútboði Arctic Fish

birt 16. febrúar 2021

Hlutafjárútboði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. er lokið og verða hlutabréf fyrirtækisins nú tekin til viðskipta í Euronext Growth markaðnum í Osló. Áhugi fjárfesta á útboðinu var verulegur og umframeftirspurn mikil. Því lauk útboðinu fyrr en áætlað var. Viðar Lúðvíksson, Grímur Sigurðsson og Sigurgeir Valsson, lögmenn á Landslögum, voru innlendir ráðgjafar ...

Sigur í Landsréttarmáli

birt 12. febrúar 2021

Hæstiréttur kvað þann 11. febrúar sl. upp dóma í málum Eiríks Jónssonar og Jóns Höskuldssonar en málin höfðuðu þeir til heimtu skaðabóta vegna embættisfærslu þáverandi dómsmálaráðherra við skipun dómara í Landsrétt. Héraðsdómur hafði fallist á kröfur um skaðabætur en meirihluti Landsréttar sneri þeirri niðurstöðu við. Í dómum Hæstaréttar kemur fram ...

Réttindi einstaklinga vegna uppflettinga í sjúkraskrá

birt 12. febrúar 2021

Þann 11. febrúar sl. var tekið viðtal við Hörð Helga Helgason lögmann í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Umræðuefnið var réttur fólks til fræðslu um hvernig farið er með persónuupplýsingar þess.

Seljendur fasteignar sýknaðir af gallakröfu

birt 17. október 2020

Héraðsdómur hefur sýknað seljendur fasteignar af gallakröfu kaupanda sem nam tæpum 11 milljónum króna. Ágreiningur málsins laut að um 40 ára gamalli fasteign sem seld var árið 2016. Seint á árinu 2017 tilkynnti lögmaður kaupanda seljendum að verulegir gallar væru á fasteigninni, bæði á múrhúð fasteignarinnar og þaki. Kaupandi dómkvaddi ...