Hugverkaréttur

Lögmenn Landslaga hafa mikla reynslu á sviði hugverkaréttar, einkum
vörumerkja- og höfundarréttar. Landslög hafa rekið ágreiningsmál á sviði
hugverkaréttar fyrir dómstólum og fyrir Hugverkastofunni ásamt því að veita
ráðgjöf við gerð ýmissa samninga tengdum hugverkaréttindum, þá einkum
samninga sem tengjast skemmtanaiðnaðinum. Meðal nýlegra verkefna Landslaga
má nefna eftirfarandi verkefni:

 • rekstur skaðabótamáls fyrir dómstólum fyrir arkitektastofu vegna brota á
  höfundarrétti
 • rekstur ágreiningsmáls fyrir Hugverkastofunni vegna synjunar á
  vörumerkjaumsókn
 • ráðgjöf og aðstoð við vörumerkjaumsóknir fjölmargra fyrirtækja
 • gerð forleggjarasamnings (e. publishing agreement) fyrir umboðsskrifstofu
  íslensks tónlistarfólks ásamt því að aðstoða listamenn
  umboðsskrifstofunnar við ýmis verkefni
 • hagsmunagæsla fyrir íslenska hljómsveit vegna ágreinings hennar við
  hljómplötufyrirtæki varðandi útgáfusamning (e. recording agreement).
 • aðstoð og ráðgjöf við gerð útgáfusamninga og valréttarsamnings (e. option
  agreement) fyrir íslenskan rithöfund
 • gerð samnings um upptökustjórn (e. producer agreement) fyrir
  hljómplötufyrirtæki