FASTEIGNA- OG SKIPULAGSMÁL

Hjá Landslögum starfa sérfræðingar í málum sem varða fasteignir og skipulag, m.a. um kaup og sölu fasteigna og úrlausn ágreinings sem kann að koma upp, svo sem gallamál fasteigna. Við höfum getið okkur gott orðspor vegna þekkingar og árangurs í stórum sem smáum gallamálum, en Landslög veitir einstaklingum jafnt sem húsfélögum víðtæka ráðgjöf.

Við búum yfir mikilli sérþekkingu á sviði skipulags- og fasteignamála og starfsmenn Landslaga hafa kennt fasteignakauparétt við bæði lagadeildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í fjölda ára.