Kært til Mannréttindadómstóls Evrópu

birt 3. september 2014

Landslög hafa fyrir hönd Ingólfs Helgasonar sent kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna meintra brota gegn rétti hans til að velja sér verjanda. Ingólfur Helgason er fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka hf. á Íslandi sem sætir ákæru fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik í starfi sínu ásamt 8 fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings banka hf. Með dómi Hæstaréttar Íslands þann 25. febrúar 2014 staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að afturkalla skipun Jóhannesar Bjarna Björnssonar hrl, verjanda Ingólfs. Var afturköllunin studd þeim rökum að ekki væri útilokað að verjandinn yrði kvaddur til sem vitni í málin þar sem ákæruvaldið hafði lagt fram í málinu endurrit af hleruðu símtali milli verjandans og annars sakbornings í málinu. Töldu íslenskir dómstólar rétt að afturkalla skipun verjandans á þessum grundvelli þrátt fyrir að ákæruvaldið hafi lýst því yfir að það hefði ekki í hyggju að leiða verjandann sem vitni í málinu, þó svo það vildi ekki útiloka að til þess gæti komið síðar. Í kæru sinni til Mannréttindadómstóls Evrópu heldur Ingólfur því fram að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn rétti hans sem sakaðs manns til að njóta varnar af hálfu verjanda að eigin vali. Réttur sakaðs manns að þessu leyti er talinn með grundvallar mannréttindum þeirra sem sæta ákærum samkvæmt c lið 3. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu.

Ingólfur telur í kæru sinni að ákvörðun íslenskra dómsstóla að afturkalla skipun verjanda hans hafi verið röng að bæði efni og formi. Efnislega, að því leyti að verjandi hans hafi hvorki getað fallið undir hugtakið vitni skv. íslenskum lögum né sé heimilt að íslenskum lögum að kalla verjanda til sem vitni af hálfu ákæruvalds. Þá hafi niðurstaðan verið formlega röng þar sem lagaheimild bresti til að afturkalla skipun verjanda á þeim grundvelli sem gert var í dómi Hæstaréttar. Ingólfur telur einnig að rökstuðningur íslenskra dómstóla fyrir því að taka af honum réttinn til að velja sér verjanda hafi verið ófullnægjandi, enda í rökstuðningi ekki vikið að réttindum hans til að velja sér verjanda eða fjallað um það hverrar verndar þau réttindi njóta samkvæmt íslenskum lögum að mati Hæstaréttar. Þá var í dómi Hæstaréttar heldur ekki lagt mat á hagsmuni Ingólfs af því að njóta varnar af hálfu verjanda að eigin vali og þeir vegnir gegn hagsmunum ákæruvaldsins til að eiga kost á því að kalla verjandann til vitnis í málinu. Slíkt slíkt hagsmunamat er almennt skilyrði þess að unnt sé að vilja til hliðar grundvallarmannréttindum sakaðra manna. Í því sambandi bendir er í kærunni bent á að ákæruvaldið hélt því ekki fram að skipun verjanda hans færi gegn hagsmunum þess né fór það fram á að hann viki vegna þess að til þess gæti komið að það vildi kalla hann til sem vitni. Telur Ingólfur í kæru sinni að við hagsmunamat íslenskra dómstóla hafi grundvallarmannréttindi hans verið látin víkja vegna óljósra hagsmuna ákæruvaldsins.

Jóhannes Bjarni Björnsson hæstaréttarlögmaður og eigandi á Landslögum gætir hagsmuna Ingólfs Helgasonar fyrir Mannréttindadómstólnum. Landslög veita sérhæfða þjónustu í sakamálum. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Áslaug Árnadóttir (aslaug@landslog.is)Landslog have on behalf of Ingolfur Helgason, the former CEO of Kaupthing Bank Iceland, filed a complaint against Iceland with the European Court of Human Rights. The complaint is based on alleged violations of his right to fair trial and to choose his defence counsel. A criminal case against Helgason and eight other former Kaupthing employees is currently being tried before the Icelandic Courts in which he is charged with market abuse and breach of trust in his duties as CEO of Kaupthing Bank Iceland. On February 25 2014 the Supreme Court of Iceland confirmed the Reykjavik District Court‘s decision to revoke the official appointment of Helgason’s defence counsel, Mr. Johannes Bjarni Björnsson, a partner at Landslog.

The Court‘s decision was reasoned with reference to the fact that among the evidence produced by the prosecution was a transcript of a conversation between Björnsson and another defendant in the case which had been acquired by wiretapping at the time when the case was being investigated. When asked by the presiding judge the prosecution made no claims for Björnsson’s dismissal although it did not want to expressly rule out that Björnsson could be called to testify in the case. Despite Helgason‘s objections Björnsson’s appointment was revoked.

Helgason claims that the decision of the Icelandic Courts violated article 6(3) (c) of the European Convention of Human Rights, which entitles a person charged with a criminal offence to defend himself in person or through legal assistance of his own choosing. Furthermore, that the decision was insufficiently substantiated as Icelandic law neither allows for defence counsel to be called to testify nor does it contain a rule authorizing a court to dismiss defence counsel under the circumstances at hand.

Landslög offer specialized services to defendants in criminal cases. For further information on Landslög’s services please contact the managing director Aslaug Arnadottir (aslaug@landslog.is).