STARFSSVIÐ

Landslög veita alhliða lögfræðiráðgjöf en sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið:

Aðstoð við ríkið og sveitafélög

Íslenska ríkið og flest sveitafélög landsins leita reglulega til Landslaga með hvers konar hagsmunagæslu. Landslög gættu sem dæmi hagsmuna ríkisins í málarekstri vegna Geysissvæðisins. Landslög hafa rekið mál fyrir ríkið, bæði fyrir íslenskum dómstólum sem og EFTA dómstólnum.

Áreiðanleikakannanir

Hjá Landslögum starfar teymi sérfræðinga sem tekur að sér áreiðanleikakannanir. Nýverið hefur teymið m.a. gert áreiðanleikakannanir á Skeljungi, Lyfju og Olís.

Fasteigna- og skipulagsmál

Hjá Landslögum starfa sérfræðingar í málum sem varða fasteignir og skipulag, m.a. um kaup og sölu fasteigna og úrlausn ágreinings sem kann að koma upp, svo sem gallamál fasteigna. Við höfum getið okkur gott orðspor vegna þekkingar og árangurs í stórum sem smáum gallamálum, en Landslög veitir einstaklingum jafnt sem húsfélögum víðtæka ráðgjöf.

Fjárhagsleg endurskipulagning

Landslög hafa á að skipa þrautreyndum lögmönnum á sviði gjaldþrotaréttar og fjárhagslegrar endurskipulagningar.

Fjármálaréttur

Landslög hafa sinnt lögmannsþjónustu fyrir banka og sparisjóði í áratugi og eru stærstu bankar landsins meðal fastra viðskiptavina stofunnar.

Fyrirtækjaþjónusta

Landslög hafa sérhæft sig í þjónustu við fyrirtæki, stór sem smá. Stofan hefur mikla breidd með sérfræðinga á flestum sviðum og getur því auðveldlega sinnt öllum þeim fjölbreyttu álitamálum sem upp koma í rekstri viðskiptavina stofunnar.

Hópmálsókn

Landslög hafa sérhæft sig í þjónustu við fyrirtæki, stór sem smá. Stofan hefur mikla breidd með sérfræðinga á flestum sviðum og getur því auðveldlega sinnt öllum þeim fjölbreyttu álitamálum sem upp koma í rekstri viðskiptavina stofunnar.

Hugverkaréttur

Lögmenn Landslaga hafa mikla reynslu á sviði hugverkaréttar, einkum vörumerkja- og höfundarréttar. Landslög hafa rekið ágreiningsmál á sviði hugverkaréttar fyrir dómstólum og fyrir Hugverkastofunni ásamt því að veita ráðgjöf við gerð ýmissa samninga tengdum hugverkaréttindum, þá einkum samninga sem tengjast skemmtanaiðnaðinum.

Persónuvernd og upplýsingatækni

Upplýsinga- og persónuréttur er ört stækkandi réttarsvið sem mun vaxa áfram með síaukinni tækni og tækninotkun. Verndun friðhelgi einkalífsins er því mikilvægari en nokkru sinni. Innan raða Landslaga má finna reynda sérfræðinga á sviði upplýsinga- og persónuréttar.

Samkeppnisréttur

Fyrirtæki, hér á landi sem og erlendis, þurfa í auknum mæli að huga að réttindum sínum og skyldum í hörðum heimi samkeppninnar. Á Landslögum starfa sérfræðingar á sviði samkeppnisréttar sem geta veitt alhliða ráðgjöf á þessu sviði. Starfsmenn Landslaga eru þrautreyndir í tilkynningum og málarekstri gagnvart samkeppnisyfirvöldum sem og hagsmunagæslu fyrir almennum dómstólum.

Samruni og yfirtökur

Landslög hefur veitt fjölda fyrirtækja, stórra sem smáa, lögfræðiráðgjöf við samruna og yfirtökur.

Sjávarútvegur

Landslög vinna mikið fyrir útgerðarfélög landsins og eru nokkur þeirra stærstu í föstum viðskiptum við stofuna. Lögmenn stofunnar hafa rekið fordæmismál meðal annars um kvótasetningu og ákvæði fiskveiðilöggjafarinnar.

Sjó- og flutningaréttur

Á Landslögum starfar teymi sérfræðinga á sviði sjó- og flutningaréttar með áralanga reynslu af rekstri dómsmála á réttarsviðinu sem og af störfum fyrir flutningsaðila. Hafa sérfræðingar stofunnar komið að uppgjöri fjölmargra mála er lúta að farmtjóni, aðstoð vegna endurkrafna á hendur flutningsaðilum, hagsmunagæslu vegna sameiginlegra sjótjóna og annarra sviða sjó-
og flutningsréttar.

Slysabætur

Sérfræðiþekking okkar og áratuga reynsla styrkir kröfur þínar um slysabætur. Við leggjum okkur fram við að ná árangri fyrir viðskiptavini okkar. Kannaðu rétt þinn strax, þér að kostnaðarlausu – því fyrr því betra.

Vátryggingaréttur

Hjá Landslögum starfa sérfræðingar í vátryggingarétti sem hafa unnið að mörgum fordæmisgefandi málum á réttarsviðinu. Landslög gæta meðal annars hagsmuna bæði innlendra og erlendra vátryggingafélaga í fjölmörgum málum, sem varða stjórnendatryggingu sem bankarnir keyptu fyrir stjórnendur sína fyrir bankahrun. Sérfræðingar stofunnar hafa einnig annast kennslu í vátryggingarétti og skrifað fræðigreinar á réttarsviðinu.

Verktakaréttur

Hjá Landslögum starfar teymi sérfræðinga á sviði verktakaréttar sem hafa komið að mörgum af stærri verktakamálum undanfarin ár og áratugi. Lögmenn stofunnar hafa einnig rekið mörg fordæmisgefandi mál á réttarsviðinu. Þá hafa lögmenn stofunnar sinnt kennslu og fræðiskrifum.