Tæknin notuð til ólögmætra persónunjósna

birt 25. mars 2015

Dæmi eru um að leynilegur hugbúnaður hafi verið notaður hér á landi til að stunda persónunjósnir og vakta þannig athafnir einstaklinga án þess að þeir hafi vitneskju um það. Hugbúnað sem auðvelt er nálgast á vefnum má enn fremur nota til að vakta eða taka upp samskipti sem fram fara í gegnum síma og tölvur. Fréttavefur mbl.is fjallaði um þessi alvarlegu brot gegn friðhelgi einkalífs. Rætt var við Hörð Helga Helgason, héraðsdómslögmann og eiganda á Landslögum. Umfjöllun mbl.is má finna á þessari slóð:

Landslög veita einstaklingum og fyrirtækjum m.a. ráðgjöf á sviði upplýsingatækni og friðhelgi einkalífs. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir (hildur@landslog.is)