Lið Landslaga á góðri siglingu

birt 25. júní 2014

Lið Landslaga er á góðri siglingu í hjóleiðakeppninni WOW Cyclothon. Liðshópur A hjólaði lagði af stað í gærkvöld og hjólaði norður í Varmahlið þar sem lið B tók við keflinu. Það er nú statt nálægt Mývatni og liðið er að ná markmiðum sínum. 10 manns eru í liðinu en þetta er í annað skipti sem lið frá Landslögum tekur þátt.

Keppnin er haldin til styrktar Bæklunarskurðdeild Landspítala. Landslög hvetja fólk og fyrirtæki til að láta fé af hendi rakna til styrktar þessu málefni. Hægt er að greiða með millifærslu eða greiðslukorti, nú eða kr. 1.000, 3.000, 5.000 eða 10.000 með SMS. Hér er áheitasíða Landslaga, allur stuðningur er vel þeginn:

http://www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=2432

Þá hefur verið útbúin þar til gerð fésbókar-síða fyrir liðið þar sem munu birtast myndir og fréttir af framvindu þess, sjá:

https://www.facebook.com/wowlandslog

Hægt verður að fylgjast með hvar hvert lið er statt á landinu hverju sinni meðan á keppni stendur (afhaka þarf reitinn „Sjálfvirk hreyfing á korti“ til að fylgjast með einstökum liðum):

http://wowcylothon.arctictrack.is/