Sala á eignum og rekstri úr þrotabúi Kamba byggingavara ehf.
birt 10. apríl 2025
Félagið Kambar byggingavörur ehf., kt. 580169-7839 („Kambar“), var úrskurðað gjaldþrota þann 2. apríl 2025. Skiptastjóri hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í allar eignir þrotabúsins og þann rekstur sem Kambar höfðu með höndum. Óskað er eftir að áhugasamir aðilar lýsi yfir áhuga með tölvupósti á netfangið hildur@landslog.is. Gert er ráð fyrir að viðkomandi aðilar fái í kjölfarið aðgang að gögnum um Kamba og eignir þrotabúsins gegn undirritun trúnaðaryfirlýsingar. Í framhaldinu verður boðið upp á kynningarfund. Gert er ráð fyrir því að aðilar geri óskuldbindandi tilboð í allar eignir og rekstur félagsins fyrir klukkan 16 þann 24. apríl næstkomandi. Heimilt er að senda inn frávikstilboð. Staðlað tilboðsform verður afhent aðilum til útfyllingar fyrir lok tilboðsfrests. Skiptastjóri mun meta tilboðin og taka ákvörðun um viðræður við einn eða fleiri tilboðsgjafa í kjölfarið. Skiptastjóri hefur ráðið ARMA Advisory til þess að veita ráðgjöf við sölu á eignum og rekstri Kamba.
Kambar varð til við sameiningu fjögurra rótgróinna íslenskra framleiðslufyrirtækja árið 2022. Félagið er einn stærsti framleiðandi landsins á gluggum, hurðum, gleri og svalahandriðum fyrir íslenskar aðstæður. Félagið býr yfir íslensku hugviti og áratugalanga reynslu af því að framleiða gæðavörur sem standast kröfuharðar íslenskar aðstæður. Félagið starfrækir glerverksmiðju á Hellu, gluggaframleiðslu í Þorlákshöfn, álframleiðslu í Hafnarfirði og skrifstofur og lager í Kópavogi. Fjöldi ársverka á árinu 2024 námu 53.
Hildur Ýr Viðarsdóttir, skiptastjóri þb. Kamba byggingavara ehf.