BHM og fyrrverandi formaður sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra

birt 24. febrúar 2024

BHM og Friðrik Jónsson, fyrrverandi formaður félagsins, hafa með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verið sýknuð af kröfum fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hélt því fram að Friðrik hefði brotið gegn trúnaðarákvæðum í starfslokasamningi hennar og BHM með umfjöllun í pistli sem sendur var formönnum aðildarfélaga BHM. Krafðist fyrrverandi framkvæmdastjórinn greiðslu bóta sem námu rúmum 26 milljónum króna. Að mati héraðsdóms var hvorki vikið að framkvæmdastjóranum fyrrverandi í pistlinum né hún nafngreind. Ekki hefði heldur verið minnst á efni starfslokasamningsins. Því væri ekki unnt að fallast á að Friðrik hefði sagt hana bera ábyrgð á erfiðu andrúmslofti innan bandalagsins.

Áslaug Árnadóttir lögmaður á Landslögum flutti málið fyrir hönd BHM og Friðriks Jónssonar.