Brunatryggingar og uppgjör brunabóta

birt 17. maí 2023

Lögmennirnir Styrmir Gunnarsson og Sveinbjörn Claessen rituðu grein sem birt er í nýjustu útgáfu Tímarits lögfræðinga þar sem fjallað er um brunatryggingar og uppgjör slíkra bóta. Tilefni ritsmíðarinnar er hagsmunagæsla höfunda í þágu vátryggingartaka sem varð fyrir miklu fjárhagslegu tjóni þegar atvinnuhúsnæði hans brann vorið 2017. Málið var rekið fyrir öllum dómstigum með góðum árangri.

Í greininni er gerð grein fyrir þeim fjölmörgu þáttum sem gæta verður að við uppgjör bóta úr brunatryggingu fasteignar. Greinina má nálgast hér.