Dómur í máli Íslenskrar erfðagreiningar gegn Persónuvernd
birt 5. nóvember 2025
Þann 5. nóvember 2025 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Íslensk erfðagreining höfðaði til ógildingar á ákvörðun Persónuverndar. Hæstiréttur dæmdi ákvörðun Persónuverndar ógilda en í ákvörðuninni fólst að að vinnsla persónuupplýsinga Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda rannsóknar á Covid 19 sjúkdómnum, sem samþykkt var af vísindasiðanefnd 7. apríl 2020, hefði ekki samrýmst lögum. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að það sé Vísindasiðanefndar að meta hvað teljist vísindarannsókn á heilbrigðissviði, hvort slík rannsókn teljist hafin og hvort gagna hafi verið aflað í þágu slíkrar rannsóknar. Það væri ekki á færi Persónuverndar að endurmeta það. Þá kemur einnig fram í dóminum Persónuvernd hefði brotið gegn rannsóknarskyldu sinni við meðferð málsins og byggt niðurstöðu sína á misræmi í gögnum málsins.
Hlynur Halldórsson hæstaréttarlögmaður flutti málið fyrir hönd Íslenskrar erfðagreiningar.