Fjallað um náttúruhamfaratryggingu

birt 6. nóvember 2023

Jón Gunn­ar Ásbjörnsson lögmaður var í viðtali á mbl.is þar sem fjallað var um náttúruhamfaratryggingu. Tilefni viðtalsins var hið mögulega eldgos við Svartsengi og þær skemmdir sem slíkt gos gæti valdið á vatnslögnum til húshitunar. Í viðtalinu kemur fram að Jón Gunnar tel­ur lík­legt að tjón á lögn­um inn­an­húss við þess­ar aðstæður falli und­ir nátt­úru­ham­fara­trygg­ing­ar. Hann seg­ir að lagn­ir inn­an­húss falli und­ir skyldu­trygg­ing­ar þar sem lagn­irn­ar séu hluti af eða fylgi­fé fast­eign­ar­inn­ar sjálfr­ar. „Þetta kem­ur eld­gos­inu beint við myndi ég segja. Þegar þú ert með hluta sem fell­ur und­ir skyldu­trygg­ingu sem verður fyr­ir tjóni vegna at­b­urða sem vá­tryggt er gegn, eins og eld­gosi, þá fæ ég ekki séð að það sé annað en beint tjón sem er vá­tryggt“, segir Jón Gunnar.