Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu 2 staðfest

birt 26. janúar 2024

Þann 25. janúar sl. staðfesti úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ákvörðun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Voga um að veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir nýrri rafmagnslínu til og frá Suðurnesjum, Suðurnesjalínu 2. Ívar Pálsson lögmaður hjá Landslögum aðstoðaði sveitarfélagið við meðferð málsins innan stjórnsýslu sveitarfélagsins, samningaviðræður og samningagerð við hagsmunaaðila, sem og við rekstur kærumálsins fyrir úrskurðarnefndinni.