Áhrif verkfalla og verkbanna á verkframkvæmdir

birt 22. febrúar 2023

Í morgun fór fram fræðslufundur á meðal félagsmanna Samtaka iðnarains (SI) í tilefni af yfirstandandi og fyrirhuguðum vinnustöðvunum, þ.e. verkfalla og verkbanns. Á fundinum fóru lögmenn Landslaga, Hildur Ýr Viðarsdóttir, Unnur Lilja Hermannsdóttir og Magnús Ingvar Magnússon yfir áhrif vinnustöðvana á efndir verksamninga og möguleika fyrirtækja til að takmarka tjón sitt við slíkar aðstæður. Þá fór Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnuífsins, yfir þær reglur sem gilda um vinnustöðvanir og áhrif á starfsemi fyrirtækja. Fundarstjóri var Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI og yfirlögfræðingur.

Á fundinum var m.a. velt upp möguleikum verktaka á því að fara fram á framlengingu á verktíma við þessar aðstæður, innbyrðis sambandi verktaka og undirverktaka, möguleikum til frekari greiðslna vegna stöðunnar og þær kröfur sem eru gerðar til tilkynninga til verkkaupa.

Lögmenn Landslaga sérhæfa sig í að ráðgjöf á sviði verkframkvæmda.