Grein um fyrirkomulag hópmálsókna á Íslandi

birt 11. desember 2022

Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður á Landslögum, birti á dögunum grein um fyrirkomulag hópmálsókna á Íslandi á vef alþjóðlega matsfyrirtækisins Chambers and Partners. Greinin birtist í vefriti sem gefið er út á vegum matsfyrirtækisins um fyrirkomulag hópmálsókna víðs vegar í heiminum. Í greininni er fjallað um sögulega þróun hópmálsókna á Íslandi, fyrirkomulag hópmálsókna hér á landi að gildandi lögum og ýmis dæmi tekin úr réttarframkvæmd. Rit Chambers má finna hér og grein Jóns Gunnars má lesa hér.